Björn Valur og bjánarnir

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG sem flokksmenn hafa nú hafnað og nánast rekið af Alþingi, er landsþekktur fyrir óvandað orðbragð um allt sem hann fjallar um og er þá sama hvort hann er að tala um samstarfsfólk sitt á þingi eða aðra og getur alls ekki hamið sig ef eitthvað er sagt og gert sem honum mislíkar.

Miðað við svívirðingarnar sem nánast daglega vella frá þingmanninum er fátt sem honum líkar í umhverfi sínu og upp á síðkastið hefur honum verið sérstaklega uppsigað við Ólaf Ragnar Grímsson, sem hann nefnir jafnan "forsetaskrípið" eða "forsetabjánann".

Á þessu bloggi hefur aldrei verið lýst yfir hrifningu af, eða stuðningi við, Ólaf Ragnar, heldur þvert á móti og oft höfð uppi hörð orð um gerðir hans. Aldrei hefur þó komið til álita að nota orðbragð á við það sem þingmaður Vinstri grænna lætur sér sæma.


mbl.is Kallar forsetann „bjána“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þeir eru margir bjánarnir í VG.......

Vilhjálmur Stefánsson, 5.1.2013 kl. 20:55

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ruddar eru og verða alltaf ruddar. Forsetinn er lýðræðislega kjörinn hvort sem fólki líkar betur eða ver, og ber að sýna embættinu, sem slíku, allavega þá virðingu sem þú vilt njóta sjálfur frá samferðafólki þínu.

Það skiptir engu máli hvers flokks þú ert, Vinstri grænn, Íhald eða Samfylkingarsinni, þá er lágmarkið að þeir sem eru kjörnir til að sinna ábyrgðarstörfum í þágu kjósenda sinna kunni lágmarks mannasiði og verði sér ekki aftur og aftur til skammar, eins og svo oft vill bregða við.

Bergljót Gunnarsdóttir, 6.1.2013 kl. 00:29

3 identicon

Ekki líkaði mér óþverraháttur Ólafs Ragnars þegar hann, í hlutverki fjármálaráðherra, lagði skatt á blásaklaus blaðburðarbörn á seinni hluta síðustu aldar. Þó lít ég öðrum augum á hann í dag og finnst pólítísk nálgun hans í starfi forseta löngu tímabær.

Birgitta Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 03:10

4 identicon

Björn Valur er helsti málsvari sægreifa og hann vill með öllu móti tryggja að kvótinn fari aldrei í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ætli hann sé nú á prósentum?

Til varnar lýðræðinu! (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 06:13

5 identicon

Valdnýðslan og þjóðhættulegt lýðræðishatrið gneistar af þessum fasíska manni sem vill umfram allt meiri völd, meiri völd, meiri völd, fyrir hann sjálfan, eins innréttaður og gengjaleiðtogar, einræðisherrar og aðrir lýðræðis-nýðingar.

Stöndum með forsetanum og okkur sjálfum! (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 06:23

6 identicon

Ertu eitthvað veik, Birgitta Magnúsdóttir?! Jú, jú, veslingsbörnin hljóta að hafa solltið í hel! Búhú! Og nú verður þetta hvort sem er bannað bráðum og kallað barnaþrælkun! Grow up, fáviti!

Smámunasemi hf? (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 06:27

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég vona að Björninn verði aðal talsmaður VG lengi enn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.1.2013 kl. 09:40

8 identicon

Mikið rosalegur engill er ÓRG allt í einu orðinn hjá fólki. Eru allir búnir að gleyma t.d. þessu ?

  • „Ég hélt satt að segja ekki, og vona að mér fyrirgefist að ég segi það, að svona skítlegt eðli væri inni í hæstv. forsrh. en það kom greinilega hér fram. ( Gripið fram í: Hvað sagði ræðumaður?) Ég sagði: svona skítlegt eðli.“
13. febrúar 1992 — Um Davíð Oddsson, „Ræða Ólafs á Alþingi“. Sótt 11. desember 2005.

maggi (IP-tala skráð) 6.1.2013 kl. 13:00

9 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Umræddur þingmaður er rakinn dóni. Annað er ekki um hann að segja nema það eitt að hann mun aldrei eiga afturkvæmt á Alþingi og er það ákaflega gleðilegt.

Magnús Óskar Ingvarsson, 6.1.2013 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband