Ákall um formannsembættið

Sjálfstæðisflokkurinn getur verið stoltur af góðri þátttöku í prófkjörinu í Reykjavík og stuðningsfólk hans sýndi með atkvæðum sínum að það er að kalla Hönnu Birnu til formennsku í flokknum. Öðru vísi er varla hægt að túlka þá óvenju glæsilegu kosningu sem hún hlaut, eða þrjú atkvæði í fyrsta sæti af hverjum fjórum atkvæðum sem gild voru í kosningunum.

Að sjálfsöðgu settu eindregnustu stuðningsmenn annarra frambjóðenda sína menn í fyrsta sæti, en þeir voru hvorki fleiri né færri en fimmtán sem skiptu á milli sín þeim fjórðungi atkvæðanna sem ekki féllu á Hönnu Birnu í fyrsta sætið.

Annar frambjóðandi sem einnig telst hafa fengið mjög góða kosningu er Brynjar Níelsson, sem ekki hefur áður tekið þátt í stjórnmálum og kemur nú nýr inn í framvarðarsveitina í Reykjavík. Pétur Blöndal má einnig afar vel við sín úrslit una, þar sem hann eyddi ekki stórum upphæðum í sína kosningabaráttu, heldur treysti nánast eingöngu á orspor sitt og verk sín í þinginu og uppskar annað sæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu að launum.

Glæsileg úrslit Hönnu Birnu eru ákall Reyvíkinga til Bjarna Benediktssonar að víkja fyrir henni úr formannsstóli flokksins á landsfundinum í febrúar. Bjarni hefur staðið sig vel í formannsembættinu við erfiðar aðstæður, en einmitt vegna þessarar erfiðu stöðu kemur nú fram þessi áskorun um breytingar í forystu flokksins.

Bjarni getur stoltur litið yfir sinn formannsferil en framundan eru breyttir tímar og svar flokksins og Bjarna við þessari niðurstöðu getur nánast eingöngu verið það eitt að kalla Hönnu Birnu í formannssætið.


mbl.is Lokatölur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Maður spyr sig auðvitað út á hvað HB fær svona góða kosningu í fyrsta sæti? Er alveg á hreinu hvað henni finnst um ESB? Er alveg á hreinu hvað henni finnst um krónuna? Hvaða hugmyndir hefur hún um skatta? Hvernig á að snúa hér við blaðinu í efnahagsmálum? Hvað með stóriðju? Hvað með gagnaver? Hvað með erlenda fjárfestingu?

Ætlar konan að minnka ríkisbáknið eitthvað? Hvernig? Hve mikið? Hvernig verður með skatta á heimili, fyrirtæki og eldsneyti? Bjarni Ben vildi vinda ofan af þessu á 2 árum!! Hvers vegna ekki 2 dögum? Hvað er maðurinn að hugsa? Hver er afstaða HB í þessum málum?

Hún lét ekki heyra í sér varðandi Icesave fyrr en löngu eftir að þeim málum öllum lauk. Það er alveg einstaklega lélegt. Minnkaði hún borgarapparatið á meðan hún gat?

HB er alveg eins og ÞKG, bara umbúðir en ekkert innihald! Sama á raunar við um formann flokksins. Flokkurinn þarf að hafa rænu á að kjósa BB út í hafsauga sem fyrst, hann veldur ekki formannsembættinu og skiptir í sífellu um skoðun í mikilvægum málum. Hann vildi ESB fyrir ekki svo mörgum árum og evruna, svo vildi hann Icesave III. Hver veit hvenær hann skiptir næst um skoðun?

Það er ekki bjart framundan :-( Þegar atvinnustjórnmálamenn vita ekki meira um efnahagsmál en leikmenn veit það ekki á gott :-( Við stefnum hraðbyri í gjaldþrot líkt og fjölmörg önnur ríki!!

Það er ágætt að fá Brynjar inn og sömuleiðis Sigríði, hana hefði ég viljað sjá ofar enda ljóst að hún hefur næman skilning á þeim vandamálum sem að okkur steðja.

Helgi (IP-tala skráð) 25.11.2012 kl. 11:54

2 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það rétt hjá þér Helgi, Bjarni Ben er ekki sá Formaður sem kjósendur Sjálfstæðisflokksins vilja..

Vilhjálmur Stefánsson, 25.11.2012 kl. 13:52

3 identicon

Bjarni rak sjálfur síðasta naglann í eigin líkkistu með því að samþyggja sýðasta icesafe ruglið,,

Alfreð (IP-tala skráð) 25.11.2012 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband