Sjálfsagt að rannsaka hrægammavæðingu Steingríms J.

Stjórnarþingmenn á Alþingi hafa ódrepandi áhuga á einkavæðingu bankanna fyrir tíu árum og vilja skipa sérstaka rannsóknarnefnd til að skrá þá sögu í smáatriðum, til lærdóms fyrir sjálfa sig og framtíðina.  Væntanlega er þessi áhugi tilkominn vegna þess hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna, hinni síðari, þegar Steingrímur J. afhenti vogunarsjóðum og öðrum hrægömmum Íslandsbanka og Arionbanka fyrir rúmum tveim árum, líklega af vanþekkingu einni saman um slíka fjármálahákarla.

Lögð hefur verið fram breytingartillaga á Alþingi um að hrægammavæðing Steingríms J. á nýju bönkunum tveim verði skráð inn í rannsóknarskýrsluna sem viðbót við fyrri einkavæðinguna, enda fyrri sagan nánast öllum kunn eftir fyrri rannsóknir, en sú seinni er flestum sem hulin ráðgáta og allsendis óskiljanleg.

Á þessu bloggi hefur áður verið bent á nauðsyn þess að skrá þessa sögu alla samviskulega og hafi einhver áhuga, má t.d. lesa þetta:  http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/entry/1262992/


mbl.is Vilja frekari rannsókn á einkavæðingu banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband