18.9.2012 | 20:05
Eru allir stúdentar í Nígeríu í lífshættu?
Flóttamaðurinn, Samuel Unuko, frá Nígeríu sem dvalið hefur hér á landi í níu mánuði, eftir að hafa komið til landsins með falsað vegabréf og virðist þá hafa verið á flótta frá Svíþjóð, þar sem honum virðist hafa verið hafnað um landvist af ástæðum sem ekki hafa komið fram í fréttum sem tengjast málinu.
Samuel segist vera í bráðri lífshættu í heimalandi sínu vegna þess að hann hafi tekið þátt í mótmælum á námsárum sínum gegn stjórnvöldum í Nígeríu, en hætt allri slíkri þátttöku eftir að "einhverjir" fóru að ætlast til þess að hann beitti ofbeldi, án þess þó að fram komi gegn hverjum ofbeldið átti að beinast.
Sé þessi ákveðni flóttamaður í eins bráðri lífshættu og hann vill vera láta, hlýtur sú spurning að vakna hvort nánast allir námsmenn í Nígeríu séu í stöðugri hættu á því að yfirvöld láti myrða þá og pynta, jafnvel þá sem engu ofbeldi beita. Væri það raunin hlýtur að vera orðið afar fámennt í stétt menntafólks í Nígeríu, en fréttir af fjöldamorðum stúdenta og menntafólks hafa þó farið furðu hljótt, sé um þau að ræða á annað borð.
Eitthvað hlýtur að vera ósagt í þessu máli og lágmark að fréttafólk upplýsi um ástæðurnar sem ollu því að honum var hafnað um landvist í Svíþjóð og hvort mann sé í raun og veru eftirlýstur í Nígeríu og að hans bíði dauðadómur þar.
Óttast valdamikið fólk í Nígeríu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sem ég á oft erfitt með að skilja er af hverju margt fólk sem leggur á flótta, gefur upp rangt nafn ? Ég vil ganga út frá því að fólk segi satt. En sé hann í hættu, hvernig þorir hann þá að koma hér fram í fjölmiðlum ? Það er internet í Nígeríu, svo..?
Annars er það algengt í Svíþjóð veit ég fyrir víst, að fólk kemur án vegabréfa, segir það og langan tima tekur að finna út hver það er. En svo giftir það sig í Svíþjóð ( til að auka líkur á landvistarleyfi) og þá þarf að sýna vegabréf sem það er með og sýnir við giftingu..sem var týnt áður...fer svo til Migrationsverket til að sýna pappíra að það sé gift til að vera ekki vísað úr landi en áttar sig ekki á að Migrationsverket veit að það þarf vegabréf til að gifta sig...man ekki hvað gerist svo, en minnir að þá sé fólki vísað úr landi en við ekki hengja mig uppá að ég muni það rétt.
Erfitt að vita hver segir satt og hver ekki og það skemmir fyrir svo mörgum, því miður.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.9.2012 kl. 20:38
Það má ekki líta framhjá því að þessi maður gat stundað nám í Nígeríu (og leyft sér að taka þátt í mótmælum). Það þýðir að hann hefur haft það nokkuð gott á mælikvarðann þar, langt í frá öllum sem gefst tækifæri til nokkurs náms.
Hvumpinn, 18.9.2012 kl. 20:42
Hann hefur ekki sagt að hann sé að flýja bág kjör Hvumpinn og hann hafði peninga til að fara til Sviþjóðar og svo að koma hingað. Falsað vegabréf kostar sitt að auki. Hann er hræddur um líf sitt, enda held ég að margt fólk sé nú ekki tekið neinum vettlingatökum þar og lítil virðing borin fyrir mannslífum. Amk víða í Afríku, því miður.
Hjördís Vilhjálmsdóttir, 18.9.2012 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.