Hver þarfnast óvina, sem á svona vini?

Sjávarútvegsráðherra Noregs segist vera í nánu sambandi við sjávarútvegsstjóra ESB um til hvaða efnahagsþvingana skuli gripið gegn Íslendingum vegna makrílveiðanna innan íslensku lögsögunnar, en bæði Norðmenn og ESB gera tilkall til yfirráða veiðanna á þeim miðum.

Að Norðmenn skuli yfirleitt taka þátt í slíku samsæri gegn íslenskum hagsmunum er stóralvarlegt mál, en þó ekki einsdæmi því Norðmenn studdu dyggilega við bakið á ESB við kúgunartilraunirnar gegn Íslandi vegna Icesave.

Með svona vini eins og Norðmenn og ESB er engin þörf fyrir óvini.


mbl.is „Erum að íhuga refsiaðgerðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Axel, get ekki verið meira sammála þér í þessu.

En hvernig var þetta með Jan Mayen? Það hefur verið gefið í skyn uppá síðkastið að norðmenn hafi líka platað íslendinga þar.

Svo er það Svalbarði, sem er í alþjóðaeign, en norskir þykjast ráða hafssvæðinu - og sjávarafurðunum.

Eitthvað er "rotten in the state of Norway" ef ég má afbaka Shakespeare.

Kolbrún Hilmars, 15.9.2012 kl. 17:00

2 identicon

En svo ráða Noðrmenn ósköp litlu og ef  fólk heldur að þetta

http://www.mbl.is/frettir/erlent/2012/09/15/vilja_banna_fiskveidar_i_aratug/

sé ótrúverðugt þá ætti það að minnast þess að það er bann við verslun með selaafurða - af því að álíka samtök (eða sömu?) komu því í gegn

Grímur (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 17:09

3 identicon

það hefur alltaf verið sárt að sjá  hvað margir þurfa að ráðast á okkur  ég held hreinlega að þarna liggji  "öfund bak við við erum jú búin að vera dugleg " að vernda fiskimiðinn  okkar við ofveiði og nú vilja að önnur ríki fá að veiða fiskinn okkar! það verður verk okkar að vernda hann við ofveiði annara  ESB bíður með togaraflotan efir að komast á veiðar í "landhelgi "okkar  nei ekkert ESB. Við viljum ráða okkur sjálf  höfum barist fyrir sjálfstæði og gefum ekker eftir hvorki land eða sjávarauðlindir ..

Ásthildur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband