Ótrúlega glæsilegt sjónarspil

Með því að fylgjast með flugeldasýningunni við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi í gegnum vefmyndavél Mílu, fékk maður í raun aðeins reykinn af réttunum en gat þó vel gert sér í hugarlund hvílíkt sjónarspil þessi sýning hefur verið.í

Varla er hægt að bjóða upp á aðra eins sýningu annarsstaðar á hnettinum, því svo einstakt og glæsilegur er staðurinn sem sjónarspilið fer fram á. Flugeldasýningin var hreint út sagt stórkostleg og stóð í fullan hálftíma og vel hægt að ímynda sér hvernig áhorfendum á staðnum hefur liðið við að fylgjast með þeirri einstöku upplifun sem þessi ljósasýning hefur verið.

Óhætt er að óska öllum aðstandendum til hamingju með afrekið og eins gott að taka daginn frá á næsta ári og reyna að vera á staðnum til að fylgjast með einhverri stórkostlegustu flugeldasýningu sem hægt er að hugsa sér.


mbl.is Flugeldasýning í beinni útsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var alveg stórkostleg tilfinning og upplifun!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.8.2012 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband