Samfylkingin og Rothschild lávarður

Forystumenn Samfylkingarinnar sjá ekki nokkra ástæðu til að endurmeta innlimunaráformin í ESB og upptöku evru sem gjaldmiðils, þrátt fyrir vaxandi erfiðleika innan sambandsins og þá alveg sérstaklega meðal evruríkjanna.  Þessi alvarlegi efnahagsvandi hefur leitt til vaxandi umræðns í Evrópu um ennþá nánari samruna ríkjanna með harðri fjárhagslegri fjarstýringu landanna frá Brussel og þrátt fyrir þá umræðu sjá Samfylkingarforkólfarnir enga ástæðu til að staldra við og endurmeta innlimunarferlið.

Því vekur sérstaka athygli og áhyggjur í Evrópu að málsmetandi fjármálajöfur skuli vera búinn að missa trú á evrunni sem gjaldmiðli, eða eins og segir í upphafi viðhangandi fréttar:  "Rothschild lávarður hefur ákveðið að taka stöðu gegn evrunni upp á 130 milljónir punda samhliða vaxandi áhyggjum af því að evrusvæðið eigi eftir að liðast í sundur."

Nýlega sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra, sem vonast eftir að ná formannssæti í flokknum fljótlega að ekkert gæti leyst efnahagsvanda Íslendinga endanlega nema innlimun í ESB og upptaka evrunnar sem gjaldmiðils í stað krónunnar.

Nú er að sjá hvor er gleggri efnahagssérfræðingur, Rothschild lávarður eða Árni Páll og reyndar aðrir "sérfræðingar" Samfylkingarinnar. 


mbl.is Tekur stöðu gegn evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki Rothschild lávarður bara að segja kurteislega, "þetta er búið hjá ykkur með Evruna" snúið ykkur að raunhæfum lausnum. Fjárhæð stöðutökunnar er það hófleg að hún er meira táknræn heldur en að vera til þess gerð að hagnast á óförum Evrunnar en nógu stór til að þeir sem hlut eiga að máli þurfa að íhuga sinn gang. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 15:45

2 identicon

Rothschildarnir hafa lengi átt marga innan samFylkingarinnar sem einkavini. 

Þeim leiðist ekki að eiga teknókratíska þrælapískara að einkavinum. 

Nú taka þeir stöðu gegn þrælapískurum samFylkingarinnar.  Aumingja tossabandalagið, samFylkingin. 

Skyldi tossabandalagið ekki enn átta sig á því að gömlu stríðs- og olíufurstarnir, Rothschild og Rockefeller, sögðu það hispurslaust í frétt á Daily Telegraph nú í vor, að þeir sæu gríðarleg kauptækifæri, eftir að tossabandalögin teknókratísku væru búin að setja allan almenning þjóðríkjanna í skuldaþrældóm og að þeir sætu því einir um hituna núna.

Nú hlýtur samFylkingin að fyllast "paník".

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir er svona "panik-manneskja markaðanna".  Kannski hún ætti hið snarasta að hóa í þá Árna Pál og Basel fursta, Má Guðmundsson, til að endurvekja gömlu heilaþvottastöðvarnar sem þeir stunduðu grimmt á sellufundum Lenínistanna og Trottanna svo úr verði þeirra stalíníski valda-kokkteill.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 18:18

3 identicon

Kannski Rothschild, JP. Morgan og Rockefeller vilji áfram, já áfram sponsera sellufundi teknókratísku þrælapískaranna?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 18:24

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sæll Axel.

Einn af helstu efnahags- og peningamálasérfræðingum Samfylkingarinnar er sjálfur Utanríkisráherrann Össur Skarphéðinsson sem í reynd af alkunnri lymsku sinni stjórnar ESB viðræðu- og aðlögunarferlinu og svífst einskis og grátbiður um EVRU sem gjaldmiðil þjóðarinnar.

Hann sagði sjálfur eiðsvarinn í Rannsóknarskýrslu Alþingis að hann "hefði ekki hundsvit á efnahags- eða peningamálum"

Árni Páll er einhver mesti vindhani íslenskra stjórnmála ásamt fyrrnefndum Össuri.

Þeir báðir verða sem betur fer brátt partur af fortíð íslensku þjóðarinnar, þegar þessari misheppnuðu og arfavitlausu ESB umsókn verður kastað á ruslahauga Íslandssögunnar.

Gunnlaugur I., 19.8.2012 kl. 19:00

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mér finnst það megi alls ekki kasta þessari misheppnuðu og arfavitlausu ESB umsókn á ruslahaugana. Mér finnst það eigi að hafa hana útprentaða með undirskrift Össurar, á plakati sem yrði hengt upp í öllum opinberum stofnunum þar á meðal skólum, komandi kynslóðum til áminningar og lærdóms (og um leið Össuri og félögum til ævarandi háðungar).

Guðmundur Ásgeirsson, 19.8.2012 kl. 20:06

6 identicon

Hvað vit hefur hann á fjármálum þessi Rothschild lávarður? Er hann ekki að reyna að beina athygli frá því sem er komið að fótum fram hjá honum? Bretland er á niðurleið.

Karl (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 21:45

7 identicon

Karl,  hefur þú virkilega aldrei heyrt minnst á Rothschild ættina áður?  Lestu þetta þá:

http://vald.org/greinar/110618/

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 22:08

8 identicon

Karl minn, þú getur líka kynnt þér þetta:

http://en.wikipedia.org/wiki/Rothschild_family

og alveg endalaust á gúgglinu.  Þig mun að lokum sundla yfir glóbalísku og federalísku veldi þeirra

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 22:24

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

"Glóbalískt og federalíst" veldi Rotschild ættarinnar er ekkert annað en gyðingahatursglósa. Á nú að fara að hengja gyðinga vegna þess að flestir Íslendingar eru nógu klókir til að sjá að Evran er skeinupappír og ESB er 4. ríkið?

Pétur Örn Björnsson, er ekki allt í lagi með þig?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.8.2012 kl. 22:30

10 identicon

Vilhjálmur, þeir eru ekki semetískir gyðingar.  Þeir eru Khazarar. 

Tóku trúskipti á 8. öld og hafa því miður koma slæmu orði á gyðinga, sem ég dái mjög marga í listum og menningu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 19.8.2012 kl. 22:48

11 identicon

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.

Í fyrsta lagi var ég að gagnrýna Rothschild ættina, alls ekki gyðinga.

Í öðru lagi varst það þú, ekki ég, sem sagðir að Rothschild ættin væru gyðingar.

Í þriðja lagi spyr ég þig, sem heldur því fram að Rothschild ættin séu gyðingar, hvort það megi ekki gagnrýna þá, jafnvel þó þeir væru gyðingar.

Í fjórða lagi, tengt því þriðja, spyr ég þig hvort maður sé að gagnrýna alla Íslendinga, ef maður gagnrýnir útrásarvíkingna og td. Steingrím J.?

Í fimmta lagi þá ítreka ég við þig Vilhjálmur minn Örn að ég var alls ekki að gagnrýna gyðinga.

Shalom Vilhjálmur minn Örn.  Og ég meina það.  Friður sé með þér.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 00:07

12 identicon

Annars hef ég heldur ekkert á móti Khazörum, almennt séð, sem tóku gyðingatrú fyrir langalöngu: 

http://en.wikipedia.org/wiki/Khazars#Conversion_of_the_royalty_and_aristocracy_to_Judaism 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 00:26

13 identicon

Tek svo heils hugar undir þau orð þín Vilhjálmur Örn, að evran er skeinipappír og ESB er 4. ríkið.

Gæti ekki orðað það betur sjálfur.  Berjumst saman gegn þeirri helferð, því Holocaust og því Financial Armageddon.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 00:50

14 identicon

Það er þetta sem ég óttast Vilhjálmur Örn og við ættum öll að óttast, eða með orðum Jóhannesar Björns á vald.org:

Næsta bankahrun 2

18. júní 2011 | Jóhannes Björn

Almennar umræður í tengslum við bankakreppuna benda til að fjöldi fólks geri engan greinamun á venjulegum skuldum og skuldum sem bankakerfið stofnar til. Venjulegir einstaklingar (eða fyrirtæki) sem lána verðmæti verða fyrst að afla sér þessara verðmæta, en bankakerfið er hins vegar í þeirri einstöku aðstöðu að geta lánað peninga sem eru búnir til úr engu. Sparifé sem lagt er inn í bankakerfið hjálpar til við að þenja út blöðruna, en það hefur, tæknilega séð, ekkert með útlán að gera.

Peningaframleiðsla kerfisins byrjar í seðlabanka viðkomandi ríkis. Þegar fyrstu seðlabankarnir voru stofnaðir hafði almenningur lítinn skilning á hvað var að gerast. Seðlabankarnir voru lengi vel í einkaeign og stjórnað af eigendur öflugustu einkabanka samtímans. Englandsbanki var t.d. stofnaður 1694 og var í einkaeign í 252 ár.

Eigendur stórbanka og fyrstu alþjóðlegu bankanna gerðu sér fljótt grein fyrir að ekkert gaf meira í aðra hönd heldur en gjaldþrota ríkisstjórnir, sem, þegar öllu var á botninn hvoft, höfðu vald til þess að skattleggja almenning.

Bankamenn gerðu sér líka grein fyrir að ekkert tæmir ríkiskassa hraðar en styrjaldir og þær hækka líka útlánsvexti verulega. Þegar Amschel Meyer Rothschild ávarpaði fund 12 ríkustu manna Prússlands í Frankfurt árið 1774 sagði hann:

„Styrjöldum skal haga þannig að báðar stríðandi þjóðir verði okkur sífellt skuldbundnari.“

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 01:15

15 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þar vil ég vera með,meðan aldur endist.

Helga Kristjánsdóttir, 20.8.2012 kl. 01:22

16 identicon

Þá erum við alla vega orðin tvö Helga mín sem berjumst gegn helferðinni, Holocaust og Financial Armageddon.

Þá bíðum við eftir að Vilhjálmur Örn láti svo lítið að slást í för með okkur, vonandi áður en við við "róum öll upp".

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 02:06

17 identicon

eg get ekki betur sjeð en það sje alt i lagi með Pétur Örn Björnsson . en það get eg ekki sagt um rugludallin han Villa það hefur eitkvað hræðilegt komið firir hann

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 07:28

18 identicon

Takk kærlega Helgi fyrir að segja það sem ég hélt líka, að það væri allt í þokkalegu góðu lagi með mig:-)

Annars var ég að vona að Vilhjálmur Örn væri búinn að tjá sig eitthvað um síðustu athugasemdir mínar

og vissi kannski eitthvað meira um Khazarana, sem tóku gyðingatrú á 8. öld. 

Vilhjálmur er fornleifafróður og því væntanlega sagnasjór um margt.

Merki Rauðskjöldunganna, Rothschild ættarinnar,  hefur verið borgarmerki Frankfurt um langa hríð.

Vissi Vilhjálmur til dæmis það og hvað vill hann segja um það? 

Eigum við að ræða um stórvirka iðnrekendur af "gyðinga"ættum sem fjármögnuðu stríð nasista Hitlers og þar með,

beint og óbeint dráp óbreyttra og saklausra gyðinga í Holocaust, þeirri viðurstyggilegu útrýmingu óbreyttra gyðinga?

Ef við eigum að ræða þessi mál Vilhjálmur, þá skulum við ræða þau hispurslaust og læra af sögunni,

en ekki sveipa orðna atburði þeirri þoku að enginn sjái þá í skýru ljósi.

Við skulum læra af sögunni, sögunni allri Viljálmur Örn, það er ein helsta forsenda þess að helferðin endurtaki sig ekki. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 12:27

19 identicon

Það var táknrænt að íslensk bókamessa hinna samFylktu rithöfunda var haldin í Frankfurt, borg Rauðskjöldunga.

Kannski Vilhjálmur ætti að bæta því við færslu sína um samFylktu rithöfundana,

að þegar þeir hópuðust þangað fyrir ári síðan, í boði Actavis, sem þá var í lepp-eigu Björgúlfs Thor, fh. Deutsche Bank,

sem er með höfuðstöðvar sínar í svörtu turnunum þar í borg,

gengu þeir þar samFylktir um Taunusstrasse og fróðir hafa sagt mér, með Bravó bjór Björgúlfanna frá Leníngrað.  

Það ku hafa verið skrautleg sjón, sem Guðbergur Bergsson skrifaði pistil um og grínaðist með og

kallaði held ég gönguna Létti (í nafni maka Jóhönnu Sig.) fyrir gömlu leiguliða Landsbankans fyrir jólabókaflóðið.

Hvort seðlabanki Basel fursta, Más Guðmundssonar, hafi komið þar nærri, veit ég hins vegar ekki með fullri vissu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.8.2012 kl. 12:47

20 identicon

Mæli svo með að fólk lesi þessa grein:

http://theeconomiccollapseblog.com/archives/jacob-rothschild-john-paulson-and-george-soros-are-all-betting-that-financial-disaster-is-coming

Greinin hefst á þessum orðum  "Are you willing to bet against the three wealthiest men in the world?"

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.8.2012 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband