Ríkiskaup stunda lögbrot

Upp er að komast að Ríkiskaup hafa stundað lögbrot á annað ár í sambandi við kaup á flugfarmiðum fyrir ríkisstarfsmenn, en heildarupphæð viðskiptanna mun nema um 800-1000 milljónum króna á ári.

Samkvæmt niðurstöðum útboðs frá í mars í fyrra átti Iceland Express lægsta boð í flutning ríkisstarfsmanna til og frá landinu, en starfsmenn ríkisins eru greinilega mikið á faraldsfæti, eins og ársupphæð viðskiptanna sýnir glögglega. Þrátt fyrir að IE hafi verið með mun hagstæðara tilboð virðast Ríkiskaup eftir sem áður leyfa ríkisstarfsmönnum að kaupa mun dýrari farseðla og þar ræður einfaldlega punktakerfi Icelandair, en starfsmennirnir drýgja eigin tekjur með því að fá punktana á sinn reikning, þrátt fyrir að ríkið greiði ferðakostnaðinn.

Þetta er auðvitað fáheyrð framkoma af hálfu Ríkiskaupa og reyndar ríkisferðalanganna, að látið sé viðgangast að ríkissjóður sé látinn punga út tugum eða hundruðum milljóna króna að óþörfu, eingöngu til þess að ríkisstarfsmenn hygli sjálfum sér á kostnað ríkissjóðs.

Spurning hlýtur að vakna um hvort ríkisstarfsmenn stundi viðlíka eiginhagsmunagæslu við önnur innkaup fyrir ríkissjóð og stofnanir hans.


mbl.is Brotið á Iceland Express
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Hér þarf að útdeila skriflegum áminningum til eins eða fleiri, svona lagað á að hafa afleiðingar.

Helgi (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 21:33

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Gerðu ráð fyrir lögbrotum í öllu deildum og ráðuneitum og öllum opinberum rekstri. Bankastræti 0 hefur kannski sloppið, en ekki víst. Að snúa öllu upp í andhverfu sína gefur alltaf rétta svarið. Þannið er statusinn í dag Axel, og það svona fruntalega ljótur status.

Eyjólfur Jónsson, 15.8.2012 kl. 22:46

3 identicon

Þetta er allt saman rotnað inn að merg.. .Við horfum á svona á hverjum degi, við horfum á elítun fá afskriftir á afskriftir ofan, halda fyrirtækjum og öllu.. almenningur fær ekkert nema reikninginn.. þarf að borga ólögleg lán, verðtryggð lán orðin að risaeðlu...

Vitið þið hvers vegna þetta er svona.. það er vegna þess að elítan og 4flokkur stóla á að almenningur séu fífl sem láta allt yfir sig ganga, og þau hafa rétt fyrir sér.. thats why

DoctorE (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband