Jafngilda lágir skattar ríkisstyrk?

Oddný Harðardóttir, bráðabirgðafjármálaráðherra, segir að lægra skattþrepið í virðisaukaskatti jafngildi ríkisstyrk og þar sem nú sé uppgangur í ferðaþjónustu beri að afnema þann styrk sem greinin sé að fá ríkinu í formi 7% virðisaukaskatts í stað 25,5%.

Það verður að teljast einkennileg röksemdarfærsla að lágir skattar jafngildi styrk frá ríkinu og með sömu rökum mætti halda því fram að einstaklingar fái allt að 70% tekna sinna í styrk frá ríkinu, þar sem allt sem ríkið hirðir ekki til sín sé einfaldlega ríkisstyrkur til einstaklinga.

Með sömu rökum hlýtur Oddný að halda því fram að atvinnulífið í landinu sé með 80% sinna tekna sem styrk frá ríkinu, enda sé tekjuskattur fyrirtækja aðeins 20% og þar með sé mismunurinn jafngildi ríkisstyrks.

Svona röksemdarfærsla er komin út yfir allan þjófabálk og langt seilst til að réttlæta skattabrjálæði hinnar norrænu "velferðarstjórnar".


mbl.is Tímabært að afnema afslátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Góður pistill :-)

Það sem þú nefnir hins vegar ekki er að í þessu virðist felast að ríkið eigi allt fé en leyfi okkur þrælunum allra náðarsamlegast að halda einhverju smá eftir.

Nefni hér nokkuð sem stjórnmálamenn mættu hafa í huga en vita ekki vegna þess að obbi þeirra hefur því miður ekki gripsvit á efnahagsmálum. Á árunum 1991-2001 voru skattar á fyrirtæki hérlendis lækkaðir í þrepum úr 45% í 18%. Hvað gerðist? Tapaði ríkið tekjum? Nei!!!  Skatttekjur ríkisins (af þessum tekjustofni) þrefölduðust á þessu tímabili!! Betra dæmi um skaðsemi skattheimtu fæst varla. Fyrirtækjum í dag er drekkt í alls kyns gjöldum sem gera það auðvitað að verkum að erfitt er að hækka laun og ráða til sín fleira fólk.

Ef menn vilja eyða atvinnuleysi á að lækka alla skatta verulega, helst undir 10% og losa sig við alls kyns fáránlegar reglur eins og gilda um það ef menn ætla að rækta krækling. Hið opinbera á að hætta að skipta sér af atvinnulífinu.

Skattheimta hér er í raun orðið löglegt rán. Í dag er það þannig, víða á Vesturlöndum, að hið opinbera vinnur ekki fyrir okkur heldur erum við þrælar hins opinbera.

Ég hvet alla sem þessar línur lesa til að kíkja á heildartekjur sínar (skattframtalið) og athuga svo hve mikið þeir greiða til hins opinbera. Ég held að flestir ef ekki allri vinni í það minnsta viku í mánuði fyrir hið opinbera án þess að hafa um það nokkuð val. Hvað er það annað en þrældómur?

Helgi (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 22:12

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef aldrei áður heyrt talað um LÆGRA þrepið í virðisaukaskattskerfinu, sem RÍKISSTYRK fyrr.  Ég gat nú ekki annað en hugsað með mér að nú væri blessuð kellingin alveg búin að missa "það" eins og virðist svo algengt með ráðherra LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR.  Sumu af því sem Helgi segir hér er ég alveg sammála til dæmis er ég alveg sammála því að skattar eru orðnir allt of háir og skatttekjum hins opinbera er MJÖG ILLA RÁÐSTAFAÐ.  Ríkisreksturinn er orðinn að ófreskju sem virðist stjórna sér að öllu leyti sjálf og vöxturinn í ríkisútgjöldunum er í veldisvexti og EKKI RENNUR NEITT AF ÞESSARI AUKNINGU TIL VELFERÐARKERFISINS.  Annað sem enginn virðist veita eftirtekt, er það hversu stór hluti launatekna venjulegs launamanns fer í að greiða vexti og verðbætur.  Ég þekki mann, sem tók þá ákvörðun um fermingu, að kaupa aldrei neitt nema hann ÆTTI FYRIR ÞVÍ. Þessi maður hefur aldrei verið með nein ofurlaun en  sennilega hefur hann af og til verið í nokkuð góðum störfum.  Hann er rúmlega sextugur í dag og hann er bara nokkuð vel stæður í dag................

Jóhann Elíasson, 13.8.2012 kl. 23:55

3 identicon

Þetta er ný leið vinstri manna til að réttlæta skattahækkanir - hefur virkað ágætlega á pöpulinn hérna í Svíþjóð þar sem margir hverjir eru farnir að trúa því að ríkið eigi og skapi alla peninga og leyfi skrílnum náðarsamlegast að halda smávegis af því sem fólkið er búið að afla ríkinu.

Gulli (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband