Stórsigur Ólafs Ragnars

Samkvæmt fyrstu tölum frá forsetakosningunum stefnir allt í að Ólafur Ragnar vinni stóran sigur og sitji áfram á Bessastöðum næstu fjögur árin og þar með tuttugu ár samtals, eða lengur en nokkur annar hefur gegnt því embætti.

Þrátt fyrir að hafa kosið annan frambjóðanda sem talinn var hæfastur til að gegna embættinu er full ástæða til að óska Ólafi Ragnari Grímssyni til hamingju með þann glæsta sigur sem hann stefnir í að vinna.


mbl.is „Í samræmi við skoðanakannanir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ólafur gaf sterklega í skyn, í hans venjulega véfréttastíl, að hann myndi ekki að klára kjörtímabilið í embætti, þ.e.a.s. þegar hann hefur lokið við að bjarga þjóðinni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.6.2012 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband