Ótrúlega vel gift

Samkvæmt gamalli og góðri íslenskri málhefð hefur löngum verið sagt að karlmenn í hjónabandi séu "kvæntir" og konur í sömu aðstöðu "giftar".

Þetta er auðvitað orðalag frá þeim tíma sem konur voru körlum "gefnar" og oft voru þær taldar vel giftar og margar aldeilis ótrúlega vel giftar.

Smátt og smátt er þetta orðalag að hverfa úr málinu og nú er oftast einfaldlega sagt um bæði kynin að þau séu gift, hafi þau verið gefin saman á annað borð.

Flestir sem hafa gengið í hjónaband telja sig vafalaust "vel gifta", þannig að það er örugglega ekki einsdæmi varðandi Ólaf Ragnar, þó Dorrit sé alls góðs makleg.

Ekki er heldur ólíklegt að flestar eiginkonur elski land sitt af öllu hjarta og þá líklega jafnt þær íslensku sem aðrar.


mbl.is „Ólafur er ótrúlega vel giftur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Ég hef tekið eftir því að innflytjendur sem búa hérna til langtíma og aðlagast vel eiga það til að meta land og þjóð betur en flest okkar sem erum innfædd.

Hallgeir Ellýjarson, 27.6.2012 kl. 23:38

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Margir útlendingar bera saman Ísland við sitt heimaland og þá vinnur ÍSLAND ef fólkið er frá austantjaldslöndunum og víða annarsstaðar... Ég er Íslendingur og botna ekkert í fólki sem velur að búa á Íslandi þegar það getur valið um önnur lönd...

Óskar Arnórsson, 28.6.2012 kl. 01:42

3 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Kannski elskar það brennisteinsbragðið af vatninu okkar :)

Hallgeir Ellýjarson, 28.6.2012 kl. 03:06

4 identicon

Það SKIPTIR máli hvernig forsetinn er giftur (nema hann tryggi fyrirfram að makinn verði hafður alfarið í felum) og það skiptir meira að segja MIKLU MÁLI. Svavar er maður með vafasama fortíð, maður sem neitaði að taka í höndina á Ástþóri fyrir að hafa talað illa um konuna hans. Forsetamaki er maki sem eðli hlutverks síns vegna VERÐUR að taka í hendina á hundruðum manns sem hafa sagt eitthvað misjafnt um maka hans, því opinber persóna verður alltaf umdeild (og það verður Þóra óhjákvæmilega nái hún kjöri, hvers mjög sem hún ímyndar sér annað, þá hefur það bara aldrei gerst svo sé ekki, meira að segja Vigdís var afarumdeild kona) og líka mönnum sem hafa teiknað af maka hans skopmyndir í blöðin og fleira (því forsetaembættið er ekki Islam, maki manns ekki Muhammad, og við búum ekki í Saudi Arabíu og hér leyfist mönnum að segja hvað sem er um fólk, og hér eru engar heilagar kýr!) Ef Svavar verður forsetamaki mun hann þurfa að taka í hendina á ýmis konar misyndismönnum fyrr eða síðar, Gaddafi, viðbjóðum frá Kína, mannréttindabrjótum ýmis konar, arabískum einræðisherrum, herskáum repúblikönum, og alls konar fíflum. Treysti hann sér ekki til þess þá er hann óhæfur í þetta embætti. Hann verður að hafa alþýðlega framkomu og óaðfinnanlega og koma eins fram við alla, sýna fullkomna stillingu og siðfágun. Hann hefur með framkomu sinni við Ástþór sýnt að hann er ekki fær um að sinna þessu hlutverki. Dorrit er aftur á móti nánast fædd í það. Hún hefur umgengist kóngafólk, olíufursta, fólk af öllum heimshornum frá blautu barnsbeini, á ættingja frá mörgum heimsálfum, er sterk tengd Asíu og besta vinkona hennar til áratuga er múslimi. Hún hefur víðan sjóndeildarhring og skilur heiminn eins og hann er, og getur tekið í hendina á öllum, því hún kann kurteisi, enda alin upp innan um fyrirfólk alla æfi. Svavar er dóni sem kann sig ekki og yrði þjóð okkar að athlægi. Ef Þóra væri gift einhverjum öðrum, myndi ég kjósa hana, sérstaklega ef sá hinn sami ætlaði að sinna börnunum og allt það, sem mér finnst aðdáunarvert framfaraskref. En ef sá hinn sami væri ruddi sem kann ekki mannasiði, og hefur vafasamt mannorð, þá gæti ég auðvitað ekki kosið hana.

Feministi (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 19:48

5 identicon

Af hverju má ,,gifting" ekki bara nefnast einu orði? Myndi maður þá spyrja; hvenær fer giftingin og kvæntingin fram? Eins með afmæli, það BÆTIST á mann enn eitt árið, kallast það þá ekki ,,ábætir"? Er jarðarför ekki himnaför?

Þóra (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 23:59

6 Smámynd: Hallgeir Ellýjarson

Hvernig á svo að beita þessum orðum þegar fólk giftist einstaklingi af sama kyni?

Hallgeir Ellýjarson, 29.6.2012 kl. 02:33

7 identicon

@Hallgeir. Þá skal nota hugtökin þeir "gvæntust" um karlmenn og þær "kiftust" um konur. Málið leyst. Tær snilld!

Vésteinn (IP-tala skráð) 29.6.2012 kl. 10:18

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hélt að að þessu tegund af naív-isma sem Feministi lýsir væri útdauður. Enn það er hann greinilega ekki. Feminísti talar um mannasiði, enn kann þá ekki sjálfur. Femiínisti tala um vafasamt mannorð hjá öðrum, enn gengur undir dulnefni sjálfur.

Feminísti er óvenju barnalegur enn hefur greinilega lært að lesa og skrifa. Enn nákvæmlega ekkert fram yfir það.

Feminísmi er dulnefni og dulnefni þýðir að maður er nákvæmlega ekki neitt á meðan.

Ef ég hefði verið Svavar og hitt Ástþór eftir hanns orð um mína konu, hefði ég séð til að gefa honum á kjaftinn í eins beinni media útsendingu og hægt er.

Það er ekkert að Ástþóri enn að hann kann ekki mannasiði. Vorkennir sjálfum sér og grenjar eins og krakki. Borar í nefið á sér við matarborðið og klórar sér í pungnum á mannamótum...

Gerir ekkert til ef maður vinnur á togara, enn það er bara fyrir fábjána að halda að þetta sé samþykkt opinberlega. Og það eru bara minni gáfaðair sem kjósa hann og oftast af mjög undalegum ástæðum...eins og hreinni heimsku.

Ástþór er stórmerkilegur maður, vill vel og er með súpergóðar hugmyndir um allt mögulegt. Enn hann er með vafasama hegðun og þekki ég persónulega súper gangstera í alls konar löndum sem myndu roðna yfir hegðun Ástþórs.

Óskar Arnórsson, 4.7.2012 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband