Herdís er vænlegur kostur sem forseti

Eins og látið hefur verið í fjölmiðlum undanfarnar vikur er farið að líta út fyrir að aðeins sé um tvo kosti að velja í væntanlegum forsetakosningum eftir rúman mánuð, þ.e. að valið standi aðeins á milli Ólafs Ragnars Grímssonar og Þóru Arnþórsdóttur og að framboð annarra skipti engu máli.

Eftir því sem nær dregur og fleiri frambjóðendur hafa náðasamlegast fengið örlítið pláss í fjölmiðlum kemur æ betur í ljós að a.m.k. tveir frambjóðendur í viðbót við Ó.R.G. og Þóru ættu fullt erindi í forsetaembættið, en það eru þau Ari Trausti Guðmundsson og Herdís Þorgeirsdóttir.

Reyndar er það svo að eftir að meira fór að bera á Herdísi og hún hefur fengið tækifæri til að koma sínum málstað á framfæri, þá virðist hún vera "besti" frambjóðandinn og sá sem helst ætti skilið að ná kosningu til setu á Bessastöðum næstu fjögur árin.

Vikurnar sem eftir lifa til kosninga munu gjörbreyta öllum niðurstöðum skoðanakannanna, frá því sem verið hefur til þessa. Kosningarnar munu án nokkurs vafa ekki snúast eingöngu um "tvo turna", heldur a.m.k. þrjá ef ekki fjóra.


mbl.is Hefur ekki áhyggjur af skoðanakönnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil að kosið verði um Þóru, Herdísi og Ara Trausta. Ólafur Ragnar á að draga sitt kjána framboð til baka og það strax.

Er sammála Páli Skúlasyni, heimspekingi og fyrrverandi Háskólarektor, að 16 ár i embættinu er algjör fásinna, hvað þá 20 ár.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 14:26

2 identicon

Fyrst það er verið að vitna í heimspekiprófessor þá er kannski ágætt að rifja upp að ein hallærislegasta rökvilla sem þekkist, og sú algengasta meðal plebba og fávita, eru hin svokölluðu "kennivaldsrök", eða "einhver frægur/virtur gaur sagði eitthvað,...svo það hlýtur að vera rétt" rökin. Páll Skúlason er bara lítill kall sem fékk að vera prófessor á einhverju krummaskurði (þ.e.a.s Niceland litla) og því heldur aum kennivaldsrök. Hann er ekki einhver stórkostlegur kenningasmiður eða alvöru heimspekingur í eigin krafti. Og við erum að tala um mann sem heldur að málfræði og stafsetning endurspegli siðferðisþroska manna, nokkuð sem þúsundir virtari og betri manna hafa hrakið með stórfelldum rannsóknum, og þetta segir hann á tímum þegar fólk er að vinna virtustu bókmenntaverðlaunheims skrifuð á alls konar innflytjendamálískum, ensku í Harlem-stíl eða hverju sem er, afþví svona steinaldar-, snobb- og rasistasjónarmið eru fordæmd af öllu góðu fólki.

Jón (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 14:30

3 identicon

Mér finnst frekar klént og einnig óviðeigandi að segja að "Páll Skúlason er bara lítill kall".  Það er engin ástæða að gera lítið úr öðru fólki Jón.  Þú stækkar ekkert við það.  Ef þú ert ósammála honum beittu þá skynsamlegum rökum.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 17:30

4 identicon

Herdís á ekki möguleika. Það eru bráðum tveir mánuðir síðan hún bauð sig fram, hún hefur talsvert verið í fjölmiðlum og samt er hún bara með 2% fylgi. Hún ætti að draga sig til baka. Þetta er niðurlægjandi fyrir hana. Andrea og Ari Trausti eru bæði með talsvert meira fylgi en hún, þó að þau hafi boðið sig fram seinna og haft minni tíma til að kynna sig.

Anna (IP-tala skráð) 20.5.2012 kl. 22:50

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég las á vef nrk.no að konur vildu Þóru sem forseta, og fólk vildi fá hana sem forseta, gegn elítunni á Íslandi. Ég velti fyrir mér hvort ég væri ekki talin með konum, því ekki hef ég sagt að ég vilji hana sem forseta.

Það stóð ekkert um að afi Þóru Arnórsdóttur, Hannibal Valdimarsson, hefði verið lengi í pólitík á Íslandi, og ekkert var minnst á Jón Baldvin Hannibalsson, föðurbróður Þóru, sem var eins og flestir á Íslandi vita, mjög virkur í pólitíkinni og elítulífinu á Íslandi og víðar í veröldinni. Hann átti meira að segja "heiðurinn" að því að koma okkur í EES-"fjórfrelsið" afdrifaríka, og það án þess að þjóðin hefði fengið að kjósa um þá herlegheitagildru, sem nú er vitað að er "fjórfrelsis-banka-lána-rán". Það var heldur ekki talað um að Þóra hefi haft atvinnu hjá pólitíska ríkisfjölmiðlinum á Íslandi. Þetta allt hefði nú alveg mátt fylgja með í fréttinni hjá nrk.no.

Vonandi mun einhver færa norskum fjölmiðlum sannleikann umbúðalausa um hvernig elítan raunverulega er og hefur verið á Íslandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.5.2012 kl. 01:14

6 identicon

Sammála hverju orði sem Anna S. Guðmundsd. segir.

Orð í tíma töluð/skrifuð.....

Jóhanna (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 10:49

7 identicon

Hvaða rök hafa verið færð fyrir því að " 16 ár í embættinu sé algjör fásinna" (athugasemd 1)?

Agla (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 10:59

8 identicon

Staðhæfingin í athugasemd 1 er að sjálfsögðu  að "16 ár í embættinu er algjör fásinna".

Agla (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 11:04

9 identicon

Hvers vegna ættu fjlmiðlar í sossa Noregi að rifja upp þátttöku Þóru í sossa klúðrinu á Íslandi. Allir fjölmiðlar eru ríkisstyrktir og þess vegna meðvirkir hverri ríkisstjór á hverjum tíma, allstaðar.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 11:52

10 identicon

Ég hef ætíð talið brýnt að fólk noti tungumálið af vandvirkni.  Ónákvæm notkun orða og hugmynda er ljóður.  Þess vegna langar mig að spyrja V. hvað í ósköpum þýðir þetta nýyrði "sossa".  Hann notar þetta orð í tvígang.  Um stafsetninguna segi ég fátt enda er það óþarfa sparðatíningu að hnýta í færni manna að stafa rétt.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 12:12

11 identicon

@Agla. Almennt séð er það eðlilegt að forseti sitji ekki of lengi í embætti. Embættismönnum í opinberum stöðum á að skipta út reglulega. Þetta er til að sporna við hugsanlegum hagsmunatengslum og spillingu. Hversu lengi, 8, 12 eða 16 ár, sem opinber embættismaður mætti þjóna í sama embætti er eitthvað sem ræða þarf af fullri alvöru. Nú er svo komið að eftir 16 ára setu sem forseti, lítur Ólafur Ragnar á sig sem ómissandi, ekki ósvipað heimskum einræðisherra. Þessir kjánar hugsa sem svo, víki ég til hliðar, verður kaos (χάος).

Á íslensku er þetta kallað stórmennskubrjálæði.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband