Þegar vinir verða svarnir óvinir

Ólafur Ragnar Grímsson, forsetaframbjóðandi, segir að fyrrverandi vinir sínir séu nú orðnir sínir svörnustu óvinir og skipuleggi herferð annarra frambjóðenda gegn sér vegna væntanlegra forsetakosninga.

Í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi sagðist Ólafur Ragnar hafa á stóran þátt, eða a.m.k. talsverðan, í því að koma saman ríkisstjórn fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur eftir kosningarnar 2009 og nú launi hún sér greiðann með hatursherferð gegn sér sem eigi rætur í Icesavemálinu, sem þjóðin tók úr höndum ríkisstjórnarinnar og rassskellti hana með í tvígang.

Altalað var á árum áður að vægast sagt lítil vinátta væri á milli Ólafs Ragnars og Davíðs Oddsonar og því hljóta eftirfarandi orð Ó.R.G. að teljast talsverð tíðindi:  "Þótt það hafi hvesst á milli okkar Davíðs Oddssonar (ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra), það kann sumum að þykja það merkilegt, en ég átti að mörgu leyti eðlilegra samband við hann en núverandi forsætisráðherra."

Þjóðin var yfir sig ánægð með Ólaf Ragnar á meðan á Icesavemálum stóð og nokkuð lengi á eftir, en "vinir" hans hafa undanfarið skipulgagt slíka hatursherferð gegn honum að afar fróðlegt verður að sjá hvort þjóðarsálin snúist enn einu sinni í heilan hring í afstöðu sinni til hans.

Í tilfelli Ó.R.G. sannast að þeir sem eiga eins vini og hann hefur átt um dagana, koma sér sjálfkrafa upp her óvina. 


mbl.is Segir Jóhönnu í herferð gegn sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll,

Jóhanna hefur á stjórnartíð sinni sýnt svo ekki um verður villst að hún réði aldrei við verkefnið. Það sem hefur stungið hennar kjósendur mest er sú ósvífni og svik sem hún hefur orðið sek um. Fólk hafði trú á henni en EKKERT hefur henni tekist nema knésetja íslenska alþýðu meira og meira. Það sannast að hún hefur ekki þessa burði til þess að leiða þjóð, hefur ekki þrek né vit til þess heldur. Særir mest að hún hefur enga samvisku gagnvart neinu. Þökkum fyrir að hennar stjórnartíð fer að ljúka, sagan mun dæma hana sem ónytjung. Hrannar mun ekki eiga mikila möguleika í pólitík eftir hans tíma sem skósveinn hennar, hann er athlægi sem gert er stólpagrín af.

Ólafur er samkvæmur sjálfum sér, gerir það sem þarf að gera.

Egill (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 14:12

2 identicon

Sæll.

Annars er nokkuð merkilegt að stjórnarliðar skuli vera fúlir út í Ólaf fyrir að bregðast við áskorun tugþúsunda Íslendinga. Ólafur tók aldrei efnislega afstöðu til málsins heldur gerði einungis þjóðaratkvæði mögulegt. Hann gerði svo það sem ráðherrar og þingmenn áttu að gera en gerðu aldrei: Talaði máli landsins út á við.

Annars held ég að íhuga þurfi sterklega að takmarka þann tíma sem þingmenn geti setið á þingi við hámark 3 kjörtímabil. Hvað ætli margir sem nú sitja á þingi gætu fengið störf í einkageiranum á launum sem eru sambærileg við núverandi laun þeirra? Ég hugsa að þá þingmenn megi telja á fingrum annarrar handar sem segir að margir þar geri hvað sem er til að hanga áfram á þingi - þ.á.m. að svíkja eigin stefnu.

Er það þjóðinni til heilla að vera með marga í að stjórna landinu sem þekkja ekkert annað og er e.t.v. í litlum tengslum við þann veruleika sem þjóðin býr við? Er ekki tal þingmanna um að kreppan sé búin (þegar þeir voru svo nýbúnir að fá launahækkun) gott dæmi um að margir þeirra þekki einfaldlega ekki aðstæður sinna kjósenda og geti því engan veginn unnið fyrir þá?

Helgi (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 16:56

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég bið alla góða vætti að hjálpa Jóhönnu Sigurðardóttur, því ekki er ég einfær um að hjálpa henni.

Aðstoðarmaður Jóhönnu, Hrannar er hann kallaður, er því miður ESB-spillingar-höfðingja-sleikja, sem ekki á sér viðreisnar von í íslensku lýðræðislegu samfélagi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2012 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband