Pólitísk réttarhöld - ópólitískur dómur

Ákærurnar gegn Geir H. Haarde voru pólitískur skollaleikur sem byggðist á hatri og hefndarhug andstæðinga hans og Sjálfstæðisflokksins á Alþingi og til þess hugsaðar að reyna að niðurlægja formamann flokksins og skaða flokkinn sjálfan til framtíðar.

Allur undirbúningur málsins og meðferð fyrir Alþingi byggðist ekki á neinu öðru en illvilja þeirra þingmanna sem að því stóðu og hatri þeirra og ofstæki á pólitískum andstæðingum.

Þrátt fyrir þennan pólitíska grunn málsins voru það mistök Geirs H. Haarde að segja að sektardómurinn fyrir að halda ekki sérstakan ráðherrafund um efnahagsþrengingarnar á árinu 2008 hafi litast af pólitískum áhrifum, enda dæma dómstólar landsins eingöngu eftir laganna bókstaf og það var auðvitað gert í þessu tilfelli eins og öðrum.

Yfirlýsing Geirs er þó skiljanleg í ljósi þeirra vonbrigða sem yfir hann helltust við uppkvaðningu dómsins og bættust þar með við það andlega álag sem hann hefur verið þjakaður af vegna þessara persónulegu og pólitísku árása sem hann varð að þola af hendi þrjátíuogþriggja fyrrum starfsfélaga sinna á Alþingi.

Lærdómurinn sem hlýtur að verða dreginn af þessu máli hlýtur að verða sá, að ákæruvald verði tekið af Alþingi, enda hefur það sýnt og sannað að það kann ekki með það vald að fara.


mbl.is Landsdómi ekki beitt í hefndarskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Geir er að vonast til þess að svona réttarhöld endurtaki sig ekki, þá á greinilega allt að viðgangast hér á landi. Það er allt í lagi að draga ráðherra til ábyrgðar þegar við á. Það þarf líka að rannsaka ýmislegt sem hefur átt sér stað til dæmis hjá Steingrími J. Menn eiga bara ekki að fá að komast upp með hvað sem er. Fjármálakerfið glímir ennþá við ofboðslega mikla siðblindu sem að verður að gera upp.

valli (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 20:11

2 identicon

"Maybe I should have” og “You ain´t seen nothing yet“ jólasveinar eiga að láta okkur í friði.

Allir búnir að fá upp í kok af þessum vanhæfu ríkisspena-vesalingum. “Give us a break”.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 22:25

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Athyglisvert var að skoða viðbrögð tveggja núverandi ráðherra við dómnum.  En þeir 2 ráðherrar voru rétt nýbúnir að þverbrjóta sömu grein stjórnarskrárinnar og Geir var gefið að sök í Landsdómnum:

Össur brást við iðrandi og afsakandi og kom loksins fram með þá skoðun að sennilega hefði átt að gera hlé á þingfundi þegar ljóst var í hvað stefndi með því að greiða atkvæði um hvort ákæra ætti 4 ráðherra í sitthverju lagi.   Hann var, þegar þetta var sagt, búinn að afreka það að halda því leyndu fyrir ríkisstjórn og utanríkismálanefnd sem og þinginu öllu að ESB vildi svokallaða "meðalgöngu" í Icesave málinu.

Jóhanna brást við á sinna alkunna hátt með því að setja það í forgang að lögum um Landsdóm verði breytt.   Sennilega til þess að hún lendi ekki þar sjálf, þó hún geti vissulega huggað sig við að vera eldri en 61 árs og eiga því ekki vona á fangelsisdómi.

Nokkru síðar upplýsir svo sama Jóhanna að Icesavemálið hafi verið mikið rætt í ríkisstjórn og var þar með að svara því hvort það hefði verið upp á borðinu síðustu dagana fyrir síðustu kosningar og þá daga sem Steingrímur Joð kannaðist ekkert við að samningagerð stæði yfir.   Þau tvö í það minnsta, hafa þá logið all hressilega að þjóðinni (kjósendum sínum) fyrir kosningarnar vorið 2009.   Það var fyrir löngu ljóst að það hafði Steingrímur gert en nú var Jóhanna að játa samsekt sína í því máli.   Hún veit það náttúrulega að skv. lögum um ráðherraábyrgð þá er sú sekt hennar nú þegar að verða fyrnd og engar líkur á því að það takist að stefna henni fyrir Landsdóm í tæka tíð áður en að því kemur.

Sá síðast nefndi er reyndar sekur um svo margt að við sem þjóð höfum engan veginn efni á því að halda úti Landsdómi til að fara yfir þau mál öll.

Jón Óskarsson, 27.4.2012 kl. 11:16

4 identicon

Sæll.

Það er mjög eðlilegt að stjórnmálamenn megi eiga von á því að ef þeir geri einhverjar meiriháttar gloríur að þeir séu ekki bara stikkfrí. Geir garmurinn hefði ekkert getað gert við þessu hruni þó hann hefði skilið það til fulls sem afar fáir gera. Hann er fundinn sekur um að halda ekki fundi um mikilvæg málefni. Hvað eiga fundir að leysa? Getur hið opinbera skipað einkafyrirtækjum fyrir verkum? Já, í sósíalisma en ekki í frjálsum samfélögum. Svo tekur Landsdómur ekki tillit til þess sem kom fram í skýrslu rannsóknarnefndar alþingis að bankarnir hafi í raun verið dauðadæmdir frá 2006. Dómur Landsdóms er því algert fúsk og sýnir glögglega skilningsleysi dómenda á því sem gerðist. Dómurinn er þeim til ævarandi skammar.

Allt varðandi Icesave er öðru marki brennt en hrunmálin. Í hruninu vorum við bara eins og strá í vindi, gátum ekkert gert. Varðandi Icesave voru íslenskir stjórnmálamenn gerendur öfugt aðdraganda hrunsins. Þá sem samþykktu Icesave (allar útgáfur) á að draga fyrir dóm enda augljóst nú orðið að þeir gættu ekki hagsmuna okkar og að engin þeirra hrakspáa sem fram komu er nálægt því að rætast. Kalla þarf Landsdóm saman vegna Icesave nema Landsdóm ætti að skipa löglærðu fólki beggja vegna Atlantsála svo klíku- og kunningsskapur komi ekki í veg fyrir að þeir sem algerlega litu fram hjá hagsmunum þjóðarinnar fái sinn dóm.

Helgi (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband