21.4.2012 | 17:19
Danska ríkisstjórnin svíkur í makríldeilunni, eins og sú íslenska
Þau ótrúlegu tíðindi berast nú frá Danmörku, að fulltrúi Dana ætli að sitja hjá við afgreiðslu tillögu á vettvangi ESB um harkalegar efnahagskúganir gagnvart færeyingum og íslendingum, láti þeir ekki að vilja ESBkúgaranna með því að nánast hætta makrílveiðum í eigin landhelgi. Það verður að teljast með ólíkindum að Danir skuli sýna slíkan ræfildóm í þessu máli og reyna ekki einu sinni að lyfta litla fingri til varnar sínum eigin þegnum og lágmark hefði verið að fulltrúi þeirra greiddi atkvæði gegn fyrirhuguðum efnahagspyntingum.
Hér á landi er ríkisstjórnin við sama heygarðshornið og Danir og liggja marflatir fyrir ESB og virðast ekki þora að æmta eða skræmta, þrátt fyrir síharðnandi hótanir stórríkisins væntanlega um að gera allt sem í þess valdi stendur til að setja efnahag landsins algerlega í rúst með viðskipta- og hafnbanni.
Í meðfylgjandi frétt kemur fram stórmerkileg yfirlýsing frá Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra, um afstöðu íslenskra stjórnarþingmanna gagnvart þessari stríðsyfirlýsingu ESB þar sem segir: "Katrín Jakobsdóttur sagði á Alþingi í gær (20/4): Það er mín eindregna afstaða, og ég held ég deili henni með öllum... eða flestum háttvirtum þingmönnum, að við eigum að sjálfsögðu að vera föst fyrir þegar kemur að okkar hagsmunum og sjávarútvegsmálin eru auðvitað eitt stærsta hagsmunamál okkar..."
Katrín veit vafalaust um afstöðu einstakra ráherra og stjórnarþingmanna og á heiður skilinn fyrir að upplýsa alþjóð um ræfildóm þeirra.
Danir sitja hjá á makrílfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvenær hafa danir sýnt hugprýði og hugrekki ??
Meira að segja í WW2 þegar þýskarar réðust á land þeirra, þá lögðu danir niður vopn eins og aumir hundar, ólíkt norðmönnum sem við kennum okkur ætíð við, hvaða bull er þetta með frændur okkar dani ??
Við eigum ekkert sameiginlegt með þeim !
Ég skil ekki hvers vegna svona blauð þjóð stendur í því að halda úti her, þegar þeir eru ekki einu sinni menn til að verja land sitt gegn innrás....
danir eru ræflar, þeir voru ræflar og verða alltaf ræflar !!!!
runar (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 18:41
Það var enginn kostur í stöðunni fyrir Dani í seinna stríði en að leggja niður vopn. Höfuðstaðurinn féll strax. Flatlendið féll strax. Það var engin von til að halda áfram á þeim forsendum.
Danir eru bara fast-tengdir láglendi N-Þýskalands, landfræðilegt er það. Þeir eiga frekar heima í ESB-inu en margir aðrir, enda eru þeir ekki með eins afmörkuð landamæri og hagsmuni og....við til dæmis.
Jon Logi (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 19:25
Já Axel pillurnar koma helst frá samstarfsfólkinu, það þekkir jú innviðina betur en þeir sem standa til hliðar.
Sindri Karl Sigurðsson, 21.4.2012 kl. 21:12
Sæll Axel
Bíddu hægur eru ekki Norðmenn hvað harðastir á móti okkur varðandi makrílinn :-)
Málið er bara há pólítískt hjá ESB þar sem útvegsbændur og sjómenn eru að pressa á stjórnmálamenn þar.
Við ættum að þekkja hagsmunasamtök ekki rétt þar sem það er stór hluti af okkar samfélagi !
Ef ekki nást samningar um þetta mál er mjög líklegt að einhver viðurlög verði sett á okkur.
Verður það í formi tolla, löndunarbanns eða að bannað verði að versla með Íslenskan fisk hjá ESB ?
Hvað sem öllu líður þá þarf að semja um þennan flökkustofn.
Okkur ber að vernda fiskinn í hafinu og á endanum ber okkur að semja.
Efnahagur Íslands er ekki með sterkasta móti í dag, krónan okkar væri í frjásu falli ef gjaldeyrishöftin væru ekki sem stuðingur við hana.
Kanski að axlabönd og belti væri rétta orðið :-)
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 22.4.2012 kl. 01:43
@ Jóhannes B. Pétursson -
Jú vissulega erm við og Færeyingar líka í deilum við Norðmenn út af þessum fullkomlega löglegu makríl veiðum innan fiskveiðilögsögu ríkja okkar.
Það er þó stór munur á framgöngu þeirra þ.e. Norðmanna og ESB valdsins í samskiptum við okkur og Færeyinga.
Munurinn er sá að Norðmenn hafa ekki í hótunum við okkur og Færeyinga um að beita okkur stórskaðlegum og ólöglegeum viðskiptaþvingunum, eins og ESB valdið hefur nú í heitingum um.
Slíkar viðskiptaþvinganir sem ESB valdið hótar okkur nú ef við í einu og öllu förum ekki eftir þeirra tilskipunum í makrílveiðunum, eru með öllu ólöglegar ef til kemur og brjóta gegn öllum megin stoðum alþjóða laga og sáttmála sem bæði við og ESB erum fullgildir aðilar að.
Í fyrsta lagi myndu slíkar þvingunaraðgerðir brjóta gegn strandríkisréttindum okkkar sem sjálfsstæðrar og fullvalda þjóðar og sem fullgildiraðilar að Hafréttarsáttmála Sameinuðu Þjóðanna, í öðru lagi myndu þær líka brjóta gegn ákvæðum EES samningsins og í þriðja lagi myndu slíkar þvinganir líka brjóta gegn samþykktum Alþjóða Viðskiptamálastofnunarinnar !
En eins og dæmin sanna þá skirrist þetta yfirgangs- og hrokabandalag ESB ekki við að beita hnefaréttinum gegn smáþjóðum þegar það hentar þeim í samskiptum sínum við smáþjóðir hvort sem þær þjóðir eru innan eða utan þeirra eigin lögsögu !
Svo stöndum við í aðildarviðræðum við þetta ofríkis- og ofstjórnunar stjórnsýsluapparat.
Við eigum að slíta þeim viðræðum nú þegar !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 07:43
Sæll Gunnlaugur
Stjórnmál :-)
Það eru Írar og Skotar sem pressa á ESB að settar sé á okkur hömlur. Heldur þú að hagsmunasamtök sé aðeins til á Íslandi :-)
Hverjir tapa mestu ef það verður viðskiptastríð milli okkar og ESB ?
Þessi deila hefur ekkert með aðildarviðræður að gera, ekki nokkurn skapaðan hlut.
Mætti halda að þú hugsir Ísland sem viðskiptastórveldi, það er bara ekki þannig í raunveruleikanum.
Lönd innan ESB eiga oft í deilum samanber t.d. Austurríki og Slóvaníu, þar eru mál leidd til lykta fyrir dómsstóli, við á Íslandi viljum nota henfann eins og götustrákar.
Má vera að við eigum ekki heima hjá siðmentuðum þjóðum og þá er það bara í góðu lagi :-)
Það er undarlegt hvað hafið okkar skilur okkur oft frá umheiminum og við horfum oft út úr glerhúsi og virðumst ekki gera okkur grein fyrir því hvað er að gerast þarna úti.
Gömlu bankarnir ollu þessu hruni sem við erum að vinna okkur út úr og það voru Íslendingar sem stjórnuðu þeim, ekki vondir útlendingar !
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 22.4.2012 kl. 10:34
Sæll Jóhannes.
Þér er tíðrætt um svokallaðar "siðmenntaðar" þjóðir. Við skulum þá ætla að þessar svokölluðu "siðmenntuðu" þjóðir hefji ekki ólöglegt viskiptastríð við smáþjóðir eins og Íslendinga og Færeyinga.
Ísland er ekki stórveldi, en við erum svo sannarlega sannkallað stórveldi í sjávarútvegsmálum og þar liggja grundvallar lífshagsmunir þjóðarinnar.
Það hafa verið færð fullgild vísindaleg rök fyrir því að þessi 150 þúsund tonna makrílkvóti er síst of stór, ef eitthvað er þá er hann líklega of lítill og sjálfssagt væri eftir nákvæmari rannsóknir að athuga með að auka hann a.m.k. um allt að helming.
Ég bendi þér á að sumarið 2011 gerðu Íslendingar í samvinnu við Rússneska og Norska vísindamenn, út sérstakan hafrannsóknarleiðangur til að rannsaka og leggja mat á hvað mikið af makríl væri í 750.000 ferkílómetra fiskveiðilögsögu Íslands.
Mælingar bentu til að í byrjun sumars hefðu verið hér allt að 1,1 milljón tonn af makríl innan íslensku 200 sjómílna fiskveiðilögsögunnar.
Hér dvaldi makríllinn í rúma 4 mánuði yfir sumarið í hinum gjöfulu beitarlöndum íslensku fiskveiðilögsögunnar og vísindamenn telja að hann hafi bætt við sig 49% í þyngd eða u.þ.b. 650 þúsund tonnum.
Sem sagt þegar frá eru dregnar þessi 150 þúsund tonn sem við veiddum hér af hófsemi í lögsögu okkar þá syntu út úr lögsögu okkar síðsumar u.þ.b. 1,6 milljón tonn af makríl aftur yfir í fiskveiðilögsögur ESB.
Þannig að nettó að frádregnum þessum veiðum okkar bætti makrílstofninn við sig heilum 500.000 tonnum með því að nærast á gjöfulum beitilöndum Íslenskrar fiskveiðilögsögu.
Þeir hjá ESB ættu frekar að þakka okkur fyrir að fita makrílstofninn nettó um hálfa milljón tonna og fóstra hann svona vel í sumardvölinni, frekar en að hafa í hótunum við okkur um ólöglegar refsiaðgerðir.
Varðandi íslensku útrásar bankana þá ollu þeir hruninu, það er mikið rétt.
En formúlan við það hvernig það var mögulegt var ekki íslensk heldur Evrópsk og að mörgu leyti líka alþjóðlegt vandamál.
Eins var með allt eftirlits- og regluverkið sem þeir unnu eftir og gerði þeim líka kleift að hefja þessa skelfilegu útrás var heldur ekki íslensk heldur skilgetið afkvæmi ESB, sem við fengum sent beint frá Brussel og reyndist hriplekt og handónýtt kerfi og í skjóli þess uxu upp og fitnuðu glæpagengi í öllu hinu Evrópska bankakerfi !
Við og Evrópa súpum nú seyðið af því rugli og sést ekki enn fyrir endan á þeim ósköpum!
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 11:57
Sæll Gunnlaugur
Vissulega kemur þú með góð rök, en það eru ekki alltaf bestu rökin sem verða hlutskörpust !
Já það er alltaf best að kenna öðrum um hlutina sem gerðust hér á Íslandi :-)
Við gerðum ekkert annað en að hjálpa þessum fjárglæframönnum með að veikja stofnanir sem áttu að fylgjast með þeim.
Hvernig gat fólk fengið kúlulán fyrir hundruðmilljóna króna / milljarða í hlutabréfakaupum á félög sem ekki voru borgunarmenn fyrir ?
Ekki var mér boðið slík kostalán :-)
Ekkert mál að fá lán ef þú veist að þú þarft ekki að borga þau ekki rétt ?
Bíðum og sjáum hvort hagsmunasamtök Íra og Skota tekst sitt ætlunarverk.
Það gæti orðið mjög kostnaðarsamt fyrir okkur ef það fer ílla.
Norðmenn brosa bara og bíða á hliðarlínunni.
Þar sem við erum smá þjóð, þá er það mjög mikilvægt að við séum betri en flestir aðrir að semja en ekki slást eins og götustrákar.
Kveðja
Jóhannes
Jóhannes B Pétursson, 22.4.2012 kl. 12:38
Refsiaðgerðir? Hvað felst í þessu orði? Er það viðskiftabann?
Ég hef kannske ekki nógu vel fylgst með fréttum. Ef viðskiftabann er um að ræða, þá er ekkert annað fyrir íslendinga að gera en að leita eftir nýjum viðskiftum. Við erum nú ekki svo samgróin við Evrópu að ekki megi klippa á "naflastrenginn". Norræn samvinna hefur nú ekki verið svo beisin, að við þurfum að gráta hana. Á sínum tíma sagði Carl Bildt fyrir u.þ.b. 20 árum þá forsætisráðherra Svíþjóðar að norræn samvinna yrði að lúta lægra haldi fyrir ESB. Þá var Svíþjóð ekki ekki einu sinni gengið inní ESB. Svo þá þegar fann maður af hvaða átt vindurinn blés.
Jóhanna (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.