Steingrímur J. reynir sjálfur að sakfella Geir H. Haarde

Að þvoí er lesa má út úr fréttum dagsins, gerði Steingrímur J. allt sem hann mögulega gat til þess að koma sök á Geir H. Haarde vegna bankahrunsins og sagðist sjálfur hafa séð hættuna fyrir og marg hvatt stjórnvöld og eftirlitsstofnanir til að grípa til aðgerða gegn banka- og útrásargúrunum.

Steingrímur J. er því einn örfárra sem reynt hafa að klína sök á fyrrverandi forsætisráðherra vegna hrunsins, en nánast öll önnur vitni hafa lýst þeirri skoðun að stjórnvöld hafi hvorki getað né átt að beita sér til minnkunar bankakerfisins, enda hefðu slík afskipti eingöngu flýtt bankahruninu um einhverja mánuði, þar sem allt traust erlendra fjármálastofnana hefði gufað upp samdægurs, hefði ríkisstjórnin, seðlabankinn eða fjármálaeftirlitið gefið út einhverjar yfirlýsingar um stöðu bankanna á árinu 2008.

Samkvæmur sjálfum sér, lýsti Steingrímur J. því yfir að Ísland, sem slíkt, hefði átt að bera ábyrgð á tryggingakerfi bankanna og berst þar enn og aftur gegn þjóðinni, sem í tvígang hefur alfarið hafnað allri ábyrgð á einkabönkum og braski eigenda þeirra og stjórnenda.

Ekki varð Steingrímur J. maður að meiri við þennan vitnisburð.


mbl.is Vissi af ábyrgð Íslands á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Skítbuxinn varð að skítsekk.

Óskar Guðmundsson, 13.3.2012 kl. 18:58

2 identicon

Alltaf þegar maður heldur að kall uglan geti ekki toppað sjálfan sig í lágkúrunni þá gerir hann það,,,

casado (IP-tala skráð) 13.3.2012 kl. 20:15

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvers vegna brá Steingrími þegar hann uppgötvaði að íslensk sjálfseignarstofnun væri ógjaldfær með skuldbindingar sínar gagnvart erlendum kröfuhöfum?

Þegar það uppgötvaðist voru þrjú stærstu fyrirtæki landsins í einkaeigu nýbúin að verða gjaldþrota með brestum og braki.

Það er ekki eins og að greiðslufall fleiri einkaaðila á Íslandi á þessum tíma hefðu átt að koma neinum á óvart, ekki síst þess sem hinir þrír fyrrnefndu áttu að fjármagna.

Ennþá er hinsvegar óútskýrt hvers vegna Steingrímur er svo áfjáður sem raun ber vitni að gera þessi viðfangsefni einkageirans að vandamálum skattgreiðenda.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.3.2012 kl. 20:47

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Bara rétt til að prófa hvernig er að blogga með spjaldtölvu! Er að fikta með iPad :-)

Annars er gaman að heyra menn taka undir, hver með sínu orðalagi, það sem sagt var fyrir rúmum þremur árum, að við ættum ekki að greiða skuldir óreiðumanna í útlöndu. Björgvin Sigurðsson vitnaði ekki beint í fyrrum seðlabankastjóra, en hugsunin var nákvæmlega hin sama.

Og ég er mjög sáttur við þetta orðalag: "að gera þessi viðfangsefni einkageirans að vandamálum skattgreiðenda". Það er nefnilega eins og sumir (Les VG, Steingrímur, Svavar) hafi ekki áttað sig á því að bankarnir voru ekki lengur í ríkiseigu.

Flosi Kristjánsson, 13.3.2012 kl. 21:13

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tímar Steingríms í pólitík eru taldir. Hann nýtur hvergi trausts.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.3.2012 kl. 08:29

6 identicon

"Steingrímur J. er því einn örfárra sem reynt hafa að klína sök á fyrrverandi forsætisráðherra vegna hrunsins, en nánast öll önnur vitni hafa lýst þeirri skoðun að stjórnvöld hafi hvorki getað né átt að beita sér til minnkunar bankakerfisins"

Ætli það sé nú ekki að hluta vegna þess að flestir sem vitni bera eru á einhvern hátt meðsekir um að koma landinu á hausinn.Með því að hvítta Geir eru þeir að hvítta sig sjálfa.  Steingrímur kom sannarlega hvergi nærri í aðdraganda hrunsins en í ljósi síðari tíma þá virðist það nú mest vera vegna þess að hann komst ekki að fyrir hinum, til að klúðra eins og þeir.

Það var frámunalega aumingjalegt af Geir og þessu liði að þegja þunnu hljóðið meðan bankakerfið var að þenjast út og riða til falls. Ekki síst þegar þeir sáu hvernig bankarnir ötuðust í almenningi og t.a.m. nörruðu sparnaðinn út úr öldruðum.  

Aumingjar og ræflar allir samann og ekki síst gungan Geir.  

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband