"Sjaldan lýgur almannarómur"

Gamalt orðatiltæki segir að sjaldan ljúgi almannarómur, en þátttaka nokkurra þingmanna í því að æsa mótmælendur til athafna gegn lögreglunni og þinghúsinu var einmitt almannarómur í "búsáhaldabyltingunni". Nafn Álfheiðar Ingadóttur var oftast nefnt í því sambandi.

Hún krefst þess nú að fá allar upplýsingar sem lögreglan gæti búið yfir um sína þátttöku í þessu athæfi og sama gerir Steingrímur J. Sigfússon, allsherjarráðherra.

Að sjálfsögðu ætti að birta allar slíkar upplýsingar opinberlega, ef þær eru fyrir hendi, og þessir þingmenn og aðrir sem hugsanlega væru tengdir við málið ættu þess þá kost að koma sínum sjónarmiðum og skýringum að vegna þessara ásakana.

Almenningur, ekki síður en þingmennirnir sjálfir, verður að fá það algerlega á hreint hvort þingmenn hafi tekið þátt í, eða magnað, þá múgæsingu sem greip um sig við þinghúsið í ársbyrjun árið 2009.


mbl.is Vill fá gögn lögreglunnar á borðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, þetta ber að rannsaka.  Það var samt alveg á tæru að t.d Álfheiður varði gjörðir mótmælenda sem í sjálfu sér er stóralvarlegt mál.  Ofbeldið og vitleysan sem fylgdi þessari "byltingu" er smánarblettur á okkar sögu.  Þarna voru ekki í forsvari fulltrúar þeirrar stéttar er gegnir meginhlutverki í þessu samfélagi, heldur var þetta ógæfufólk, listamenn og aðrir þurfalingar.  Lögreglan gerði vel í þeirri erfiðu stöðu sem hún var sett í og ef satt reynist (sem er ansi líklegt) að Álfheiður og fleiri hafi haft áhrif á þessi "mótmæli" (skrílslæti-skemmdarverk) þá á að draga þau fyrir dóm.

Baldur (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 13:47

2 identicon

........heldur var þetta ógæfufólk, listamenn og aðrir þurfalingar.

Baldur, ætlar þú ekki að biðja Axel Jóhann að þurrka þetta út?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband