18.2.2012 | 11:36
Sjúklingar útilokaðir frá heilbrigðisþjónustu
Nýjasta nýtt í "velferðarmálum" þjóðarinnar er að nú er byrjað að útiloka veikt aldrað fólk frá þjónustu HJÚKRUNARHEIMILA.
Hingað til hefur verið talið að hjúkrunarheimili ættu einmitt að vera fyrir heilsulítið aldrað fólk og að þeir sem heilsulausastir væru ættu að hafa algeran forgang að vistun á slíkum stofnunum.
Heimilin eru farin að útiloka þá sem mest þurfa á lyfjum að halda, en það eru auðvitað þeir sem veikastir eru sem lyfin þurfa að nota og því verri sem sjúkdómurinn er, því dýrari eru lyfir yfirleitt. Það eru einmitt þessir sjúklingar sem hjúkrunarheimilin útiloka núorðið vegna lyfjakostnaðarins, en ríkið hættir að niðurgreiða lyfin þegar sjúklingarnir leggjast inn á stofnanir heilbrigðis- og velferðarkerfisins.
Kerfið tekur þátt í lyfjakosnaði sjúklinga á meðan þeir dvelja á heimilum sínum og því verður að teljast bæði furðulegt og óeðlilegt að þátttöku í lyfjakostnaði einstaklinga skuli hætt einmitt þegar þeir fara að þurfa á mestri umönnun að halda og eru jafnvel orðnir ófærir um að halda heimili og hugsa um sig sjálfir.
Íslenska "velferðarkerfið" verður sífellt undarlegra undir stjórn hinnar "norrænu velferðarstjórnar".
Dýr lyf valda útilokun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það svakalegasta í þessu máli er svo ógeðslega útspekúlerað að venjulegt fólk hefur ekki þá illu innrætingu að sjá svona plott plan fyrir.
Vistunar mat þarf að liggja fyrir til að aldraðir fái möguleika á því að fá pláss á hjúkrunarheimili samkvæmt núgildandi kröfum á vistunar mati þarf viðkomandi vað vera orðin svo lélegur að hann sér ekki annað en í opna gröfina þegar hann er hæfur samkvæmt kröfum vistunarmats - en þá tekur við "biðlistinn" sem er í mörgum tilvikum falskur vegna þess að með þessu herta vistunarmati eru færri sem fá pláss á hjúkrunarheimilunum og vistunarrýmin eru þar af leiðandi ekki full nýtt. Hvað er þetta ? - Niðurskurðar aðferð með blekkingum.
Sama á sér stað þegar sjúklingar eru ekki lagðir inn á stofur á spítölunum en látnir vera í rúmum úti á göngum þá eru þeir flokkaðir undir að vera meðhöndlaðir ambulant og greiða fyrir sig sjálfir - en ef þeir eru lagðir inn þá greiðir það opinbera - í mörgum tilvikum hefur fólk td. ættingjar sjúklinga sem liggja á göngum - tekið eftir því að heilu stofurnar eru tómar en sjúklingar í rúmum úti á göngum.
Svo er það fleira sem er eftirtektarvert - manneskja sem fær vistun á elliheimili og er´með einhver hundruð þúsund jafnvel miljónir í lífeyrisgreiðslur á mánuði - þegar hún er komin inn á elliheimilið/hjúkrunarheimilið þá er allur lífeyrir/ eftirlaunin tekinn í skjóli vistunarrýmisins og vasapeningarnir gilda eitt yfir alla 60 þúsund á mánuði - ekki króna yfir það. Allt sem er umfram mat og svefnpláss og persónulega umhirðu þarf fólkið að greiða fyrir af þessum 60 þúsundum - td.hárgreiðsla - fótsnyrtingu - sjúkraþjálfun o.fl.
Er þetta boðlegt ? - Ó - NEI - þetta er ekki boðlegt en það viðgengst samt.
Benedikta E, 18.2.2012 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.