3.2.2012 | 18:22
Dýrt nám lífeyrisbraskaranna
Forkólfar lífeyrissjóðanna, stjórnarmenn og framkvæmdastjórar, hafa þegið himinhá laun fyrir "ábyrgð" sína og "sérfræðiþekkingu" á fjárfestingum og meðferð þeirra fjármuna sem þeim hefur verið treyst til að ávaxta fyrir sjóðfélaga.
Nú er komið í ljós, sem allir vissu reyndar fyrir, að lífeyrissjóðirnir töpuðu hundruðum milljarða króna á braski sínu í samstarfi við bankabraskarana á árunum fyrir hrun og áttu reyndar sinn þátt í hversu hrunið varð mikið og afdrifaríkt, með því að ausa fé í hlutabréf og skuldabréf bankanna.
Sumir lífeyrissjóðirnir lánuðu jafnvel "víkjandi lán" til bankanna en slík lán eru utan og ofan við aðar skuldir og haldið utan við útreikninga um raunverulegan fjárhagslegan styrk þess fyrirtækis sem slík lán fær, en lánin eru einmitt nefnd "víkjandi lán" vegna þess að þau víkja fyrir öllum öðrum skuldum, lendi fyrirtæki í gjaldþroti, eins og raunin varð á um bankana.
Nú segja forkólfar lífeyrissjóðanna að þeir þurfi að læra af þeim mistökum sem þeir gerðu á árunum fyrir hrun og er óhætt að segja að þar sér ekkert ofsagt.
Þetta hlýtur að teljast dýrasta námskeið Íslandssögunnar og ekki virðist einn einast af þessum "nemendum" ætla að láta af starfi sínu, þó útskrifaðir hafi verið með algerri falleinkunn.
Verðum að læra af reynslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Axel, þessir snillingar bera enga ábyrgð á gjörðum sínum frekar en aðrir háttsettir Íslendingar. Það er svo auðvelt að skella skuldinni á okkur almúgann og láta okkur borga brúsann.
Óskar Aðalgeir Óskarsson, 3.2.2012 kl. 20:09
jÁ ÁBYRGÐ ÞEIRRA ER MIKIL EN HÚN ER LÍKA HJÁ ALMENINGI ÞANNIG AÐ ALMENINGUR ÞARF EKKI AÐ BORGA EITT NÉ NEITT ÞVÍ ÞEIR BERA BARA Á BIRGÐ.MÁLIÐ DAUTT.EÐA ÞANNIG.
Jón Sveinsson, 3.2.2012 kl. 20:10
Og hvernig ætla þeir að læra af þessum mistökum...
Fyrir það fyrsta þá verður að koma þessum mönnum frá vegna þess að það er ekki hægt að þeir sitji áfram eftir þetta mikla klúður til þess eins að geta endurtekið leikinn í aðeins öðruvísi mynd. Þetta er klúður sem er búið að kosta nokkur hundruð milljarða tap á lífeyrissparnaði Landsmanna og það er ekki hægt að líðast án þess að allt þetta fólk verði látið taka poka sinn og víkja tafarlaust með skömm...
Það er ekki vitlaus hugmynd að húsnæðislánin komi frá lífeyrissjóðunum eingöngu og þannig fjárfesti sjóðirnir. Það er heldur ekkert að því peningarnir geymist og séu til staðar fyrir fólkið sem safnaði þeim þegar til kemur...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.2.2012 kl. 21:47
Ætli eitthvað af þessu flokkist undir víkjandi rán .... (rán sem enginn framdi og enginn ber ábyrgð á...)
Kristinn Pétursson, 4.2.2012 kl. 01:02
Greina þarf skýrsluna niður á einstaka lífeyrissjóði svo að sjóðsfélagar geti séð hvernig farið hefur verið með þeirra fé.
Ég held að það hljóti að koma til álita að sjóðsfélagar fari síðan í "hópmálsókn" á hendur stjórnarmönnum, forstjórum og framkvæmdastjórum sjóðanna og öllum þeim sem á einn eða annan hátt fengu greitt fyrir að bera "ábyrgð".
Upp í hugann kemur fyrrum forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna sem og fyrrum formaður VR sem virðast skv. fyrstu fréttum lenda alla vega á topp 10 ef ekki topp 5 lista yfir þá sem lengst gengu í sukkinu. Formaður VR hefur áður verið uppvís að því að sólunda öllu því sem kallað er "varasjóður" félagsmanna með afar vafasömum kaupum á ýmsum pappírum, mest í þeim banka sem þessi maður var stjórnarmaður í.
Fyrrverandi forstjóri (það vantar ekki titilinn) lífeyrissjóðs verslunarmanna hlýtur að bera ábyrgð á því að sjóðurinn keypti ólögleg pappíra, víkjandi lán og annað. Sá "forstjóri" þótti svo ómissandi í lífeyrissjóðakerfinu að hann fékk fleiri fleiri milljónir á mánuði, auk margvíslegra fríðinda. Eflaust hefur hann svo fengið digra starfslokagreiðslu þegar hann hætti og nú er búið að ráð hann í gott starf vegna sinna "reynslu" og "sérþekkingar" Ég er ekki í vafa að launakjörin á mánuði fyrir það eru síðan eitthvað sem mann dreymir bara um í fjarlægum draumum að fá í árslaun.
Ég er sammála því að þetta hlýtur að vera dýrasta námskeið sögunnar, og þarf eflaust að leita um allan heim til þess að finna eitthvað viðlíka. Eflaust líta þeir á þetta sem víkandi "rán" eins og Kristinn kemst svo vel að orði hér að framan. Ég yrði mjög hissa ef einhver myndi taka sig til af fyrra bragði og segja starfi sínu lausu í lífeyrissjóði, eða að einhver stjórnarmaður segi sig úr stjórn sjóðs vegna þessarar skýrslu, því auðvitað var þetta allt einhverjum öðrum að kenna (sbr. viðtal við Arnar formann LL á stöð 2 í gær, en þar mátti ætla að tapið hefði allt verið atburðum 2 daga haustið 2008 að kenna). Þó er ég ekki frá því að einhverjum ræstitæknum, húsvörðum og starfsfólki á skiptiborði sjóðanna verði e.t.v. sagt upp ......
Jón Óskarsson, 4.2.2012 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.