Stórríki ESB í stöðugri og örri þróun.

Financial Times, sem er eitt virtasta fjármálarit veraldar, skýrir frá því að samkvæmt tillögu Þjóðverja eigi kommisarar ESB í Brussel að taka yfir stjórn Grikklands, sem með því yrði fyrsta landið innan sambandsins sem lyti að fullu og öllu undir framkvæmdastjórn ESB.  

Þessi ráðstöfun er skref í áttina að formlegri stofnun stórríkis Evrópu þar sem núverandi aðildarríki yrðu aðeins héruð sem stjórnað yrði af ESBkommisörunum, sem aftur tækju beinum fyrirmælum frá Þýska og Franska héraðinu, a.m.k. á meðan ráðamenn þeirra gætu komið sér saman um stjórnun stórríkisins.

Eftirfarandi úr fréttinni segir það sem segja þarf um þetta mál:  "Ef tillögunni verður hrundið í framkvæmd fæli það í sér algerlega nýtt skref í valdaframsali frá þjóðríki til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Tillagan felur í sér að ESB fengi neitunarvald varðandi fjárlagafrumvarp Grikklands ef það er ekki í takti við markmið sem leiðtogar sambandsins setja. Jafnframt er gert ráð fyrir að fjármálaráðherrar evrulandanna tilnefni umsjónarmann sem fylgist með öllum stærri ákvörðunum í sambandi við útgjöld."

Þróun stórríkisins er í mikilli gerjun um þessar mundir og varla verður aftur snúið úr þessu. 


mbl.is ESB taki yfir fjármál Grikkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Það verður gaman að sjá viðbrögð grísku þjóðarinnar við fjárlagagerð ESB, einhverra Brussel-pésa, sem hafa enga nálgun í grískt samfélag eða nálgun.   Nægt er blóðið í Grikkjum!

Guðmundur Björn, 27.1.2012 kl. 23:49

2 Smámynd: Guðmundur Björn

....eða skilning.  Ætlaði nú ekki að tvítaka "nálgun".

Guðmundur Björn, 27.1.2012 kl. 23:50

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda á að Grikkland er á hausnum! Þeir eru að fá gríðarlega peninga frá ESB ríkjunum. Og skulda niðurfellingu. Og svo gott fyrir menn að muna hvað við gerðum sem var að AGS fékk hér mikil völd varðandi fjárlög okkar í 3 ár. Og við lifðum það af. Gríska ríkið er gjaldþrota sem er meira en var hjá okkur. AGS getur ekki eitt og sér hjálpað þeim. Grikkir hafa ekki sýnt nógan lit í að breyta hjá sér fjárlögum og því ekkert skrýtið að Þjóðverjum detti þetta í hug því þeir koma til með að leggja til mest af þessu fé. En svo minni ég líka menn á að þetta er hugmynd sem enginn er búin að leggja fram eða samþykkja.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.1.2012 kl. 00:33

4 identicon

Það verður athyglisvert að fylgjast með þessari framvindu og athyglisvert að fylgjast með þeim ákvörðunum sem ESB tekur með hagsmuni "mikilvægu" ríkjanna þvert á hagsmuni "ómerkilegu" ríkjanna.

Ég held að allir viti að ef Ísland gengur í ESB þá verður Ísland í síðarnefnda hópinum, þ.e. í hópi hinna ómerkilegu ríkja.

Stuðningsmenn ESB aðildar (eða ESB flokksins) þurfa á öllu sínu stórskotaliði að halda þessa dagana til þess að afsaka yfirganginn og klúðrir í kringum ESB og evru.

Andri (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 01:12

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

ESB horfir til þátttöku Íslands og þeirrar verkstjórnar sem þeir sjá í forsætisráðuneytinu. Pólitísk yfirstjórn yrði færð hingað ef við samþykkjum inngöngu og Hagfræðistofnun Háskólans tæki yfir ráðgjöf í hagstjórn og landbúnaðarmálum ESB...... Ekki nema von að Jóhönnu liggi á að komast þarna inn......!!!

Ómar Bjarki Smárason, 28.1.2012 kl. 03:40

6 identicon

Sæll.

Það er alltaf sama vesenið innan ESB þegar að fjármálum kemur og þar eru menn sífellt að skipta sér að og halda að þeir viti betur en markaðurinn. Haldnir hafa verið margir fundir og menn þar á bæ klappað sjálfum sér á axlir og talið sig vera búna að leysa vanda Grikkja en svo kemur alltaf annað daginn. Jafnvel þó þessi fáranlega tillaga gangi í gegn þarf eftir það að taka á næsta landi sem sennilega er Portúgal og þar á eftir sennilega Spánn og Ítalía. Á að gera það sama þar? Hvað tók það þjóðir Evrópu langan tíma að verða sér úti um frelsi og lýðræði? Svo á að henda því út um gluggann núna? Er þetta virkilega draumaland Sf?

Svo er auðvitað ekki talað um hvað gerist þegar búið er að afskrifa þessi 70%. Hverjir eiga að taka á sig tapið? Ef franskir bankar (í tilviki Grikkja) eiga að afskrifa mjög mikið þýðir það að einhverjir þeirra fara á hausinn. ECB mun þá hlaupa undir bagga og prenta enn meira af evrum og lána þeim sem aftur mun valda verðbólgu og lífskjararýrnun. Það þjónar ekki hagsmunum almennings. Lélegir bankamenn sem lána lántakendum sem ekki getað borgað geta þá haldið áfram að borga sér bónusa þegar þeir ættu í raun réttri að vera atvinnulausir vegna lélegrar frammistöðu. Illa rekin fyrirtæki, líka bankar, eiga að fara á hausinn. Illa reknir bankar hafa valdið verulegum skaða undanfarið bæði hérlendis og erlendis og ECB heldur lífinu í þeim - verðlaunar þá fyrir lélega frammistöðu með hagstæðum lánum. Gott dæmi um slæm opinber afskipti.  

@MHB: Það sem ESB sinnar virðast engan veginn skilja er að evran hentar sumum þjóðum í ESB vel, sérstaklega Þjóðverjum, en öðrum þjóðum illa. Þjóðverjar hafa lækkað laun. Evran er hluti af vanda Grikkja og þökk sé henni er mun minna að gera í ferðamannaiðnaðinum hjá þeim en verið gæti. Ef þeir hefðu þrek til að losa sig við evruna og hefðu tekið upp drögmuna sína um síðustu áramót mættu þeir eiga von á besta ferðamannasumri sínu frá upphafi með tilheyrandi atvinnusköpun.

Já, Grikkir eyddu um efni fram og er það m.a. evrunni að þakka enda breyttist gengi hennar ekki sama hve mikið þeir eyddu um efni fram - það hefði ekki gerst hefðu þeir haft eigin gjaldmiðil sem lagar sig að þeirra aðstæðum. Já, AGS fékk hér illu heilli mikil völd varðandi okkar fjárlög og lánaði okkur fé sem við höfum þurft að greiða miklar fjárhæðir af. Við áttm aldrei að fá lán hjá AGS enda erum við nú fjórða skuldugasta ríki heims. Ég held við greiðum næstum því 80 milljarða króna í vexti og afborganir á þessu fjárhagsári. Krónan heldur okkur hins vegar á floti og bjargar því sem bjargað verður og sést það m.a. í ferðaþjónustunni. Afskipti AGS hafa ekki gert neitt til að bæta ástandið hér, aðeins aukið á skuldir okkar og haldið gengi krónunnar röngu. Það má því alveg rökræða þessa fullyrðingu þína um að við höfum lifað AGS af enda ekki endilega rétt hjá þér.

Það er sennilega líka rétt hjá þér að Grikkjum hefur ekki gengið nógu vel að draga saman útgjöld en þeir þurfa líka að geta aukið tekjur og evran sér um að það geta þeir ekki en það gætu þeir hins vegar ef þeir hefðu drögmuna. Það er ekki alltaf hægt að hækka bara skatta enda hafa þeir neikvæð áhrif  og núverandi stjórnvöld hér skilja það ekki frekar en skoðanabræður og systur þeirra í Evrópu.

Það er sumum þjóðum innan ESB lífsnauðsyn að evran lifi af enda myndi útflutningur t.d. Þjóðverja snarminnka ef löndin innan ESB tækju upp eigin myntir og minnkaður útflutningur myndi þýða atvinnuleysi í Þýskalandi. Stjórnvöld í Þýskalandi eru því greinilega tilbúin að ganga nokkuð langt til að koma í veg fyrir það.

Afskipti ESB og AGS af málum Grikkja hefur búið til stóran hluta þessa vandamáls. Lögmál markaðarins hefðu átt að fá að ráða útkomu mála. Vonandi bera Grikkir gæfu til að losa sig við evruna og fleiri þjóðir í Evrópu - annars mun kreppa og atvinnuleysi vera viðverandi ástand þarna á næstu árum og áratugum. Sumar þjóðir Evrópu eiga ekki að halda lífinu efnahagslega í Þjóðverjum en þeir lifa á útflutningi.

Helgi (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 08:52

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Spurning hvað ráðamenn annara þjóða innan ESB hugsa þegar þeir átta sig á hvað er að gerast þarna.  Og ég bendi á að það krafist uppsagna 150 þúsund opinberra starfsmanna. Evrópusambandið krefst þess að 150 þúsund opinberum starfsmönnum verði sagt upp í Grikklandi til að lækka ríkisútgjöld. Hve margra myndu þeir krefjast að væri sagt upp hér?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 13:07

8 identicon

Sæl Ásthildur, þarna kemur þú með góðan punkt til að virkja íslenska opinbera starfsmenn í andstöðu við ESB, það er bara benda þeim að samspó er að svíkjast aftan að þeim með því að veifa framan í þá Brussel gulrótum, auðvitað lenda þeir í því sama og opinberir starfsmenn annara ESB ríkja, "skornir niður". 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 14:06

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já skornir niður við trog á þorranum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband