Verðbólga í boði hins opinbera

Verðbólgan heldur áfram að belgjast út og hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010. Það er í raun stórmerkilegt að svona mikil verðbólga skuli vera viðvarandi í kreppuástandi, miklu atvinnuleysi og gjaldeyrishöftum.

Skýringin á hækkunni nú felst aðallega í skattahækkanabrjálæði opinberra aðila með ríkissjóð í broddi fylkingar. Steingrímur J. hefur hælt sér af því að hafa tekist að minnka hallann á ríkissjóði umtalsvert og jafnvel líkt sjálfum sér við kraftaverkamann í því efni.

Lausnir hans hafa þó einfaldlega verið að velta sífellt þyngri byrðum yfir á herðar skattgreiðenda og eina kraftaverkið í því efni er hugmyndaauðgin við að finna upp sífellt nýja og nýja skattstofna.

Til viðbótar æ þyngri skattbyrði þurfa svo skuldarar að taka á sig sífellt meiri vísitöluhækkanir á lán sín vegna þessarar auknu skattheimtu.

Með því bitnar skattabrjálæðið á landsmönnum með tvöföldum þunga.


mbl.is Ekki meiri verðbólga í 20 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er bara ein aðgerð sem dugar fyrir almenna launaþræla og það er VERÐTRYGGING LAUNA STRAX! Öll gjaldahlið heimilisrekstursins er gengis- og verðtryggð í bak og fyrir en tekjuhliðin ótryggð. Allar kostnaðarhækkanir og gengisbreytingar fyrirtækja fara beint út í verðlagið þar sem launaþrællinn tekur þær á sig nauðbeygður þannig að krafan er VERÐTRYGGING LAUNA! Þetta skilur verkalýðsforystan ekki vegna þess að versti óvinur verkalýðsins er verkalýðsforystan með þjónkun sinni við fjármagnseigendur og stuðningi við launagreiðendur. ASÍ hyskið er ónýtt eins og það leggur sig ásamt BSRB og BHM og hvað þær nú heita allar þessar launþegaforystur á ofurlaununum.

corvus corax, 27.1.2012 kl. 13:22

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Opinber verðstýring á sér reyndar afar langa sögu á Íslandi. Hún hefur verið iðkuð í miklu lengri tímabil en frjálst verðlag.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.1.2012 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband