21.1.2012 | 23:07
Ýtt undir sjálfsdýrkun Ólafs Ragnars
Ólafur Ragnar Grímsson býr yfir ýmsum eiginleikum og sá sem er einna mest áberandi er óstjórnleg og lítt haminn sjálfsdýrkun.
Ólafur Ragnar hefur verið mesta kamleljón íslenskra stjórnmála og hefur með ótrúlegum hætti tekist að snúa sig frá því að vera hataðasti maður þjóðarinnar til þess að verða sá dáðasti. Það eina sem í raun þurfti til þess var að fara að vilja fjórðungs kjósenda, sem skoruðu á hann að synja Icesavelögunum staðfestingar og með því ávann hann sér það álit að vera bjargvættur þjóðarinnar frá ömurlegustu ríkisstjórn Íslandssögunnar.
Í áramótaávarpi sínu gaf Ólafur í skyn að hann væri tilbúinn til þess að bjóða sig fram til forsetaembættisis í fimmta sinn, ef það væri "þjóðarvilji". Nú hefur stuðningsmönnum hans tekist að magna upp stemningu í þjóðfélaginu fyrir áskorun á hann að bjóða sig fram enn og aftur og stefna að ekki færri áskorunum á hann en a.m.k. þann fjölda sem þátt tók í Icesaveundirskriftunum.
Það mun auðvitað takast og Ólafur mun verða forseti fimmta kjörtímabilið. Það mun einnig verða til þess að sjálfsdýrkunin mun ná nýjum hæðum og mun endalaust verða vitnað til þessarar miklu ástar þjóðarinnar og að vald forsetans komi beint frá henni.
Það verður ömurlegra en nokkru sinni að hlusta á véfréttaávörpin frá Bessastöðum á næsta kjörtímabili.
10.000 undirskriftir á sólarhring | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála.
hilmar jónsson, 21.1.2012 kl. 23:47
Hér er hægt að skora á hann að gera það ekki!
Smellið HÉR
Jóhanna Magnúsdóttir, 22.1.2012 kl. 01:11
eða t.d. HÉR
Jóhanna Magnúsdóttir, 22.1.2012 kl. 01:12
Hehe þú ert greinilega mjög hrifinn af honum Axel, eða þannig;) En já, með þessu áframhaldi mun hann tvímælanlaust halda áfram, ég held að það sé á hreinu...
Skúli (IP-tala skráð) 22.1.2012 kl. 02:56
Ég hef nú aldrei kosið Ólaf, hvorki í alþingis eða forseta kosningum en ég er alvarlega að íhuga að skrifa undir þessa áskorun.
Til þess hef ég nokkrar ástæður og þær helstar að enginn hefur verið jafn öflugur talsmaður okkar erlendis og hann í þeirri ímyndarbaráttu sem við þurftum að fara í eftri hrunið og ríksstjórnin hefur í engu sinnt og jafnvel frekar unnið gegn okkur en hitt. Það er ekki útséð um að þörf verði áfram á slíkum talsmanni.
Svo finnst mér líka að heppilegast sé að næsta persóna í embætti forseta verði valin eftir að séð verður hvað verður úr þessum breytingum á stjórnarskránni sem fyrirhugðuð er. Ég tel æskilegt að forset sitji meira en eitt kjörtímabil og heppilegt að jafnræði verði með frambjóðendum í embættið þegar breytingarnar hafa tekið gildi.
Landfari, 22.1.2012 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.