Hvað segir Jóhanna við þessum svikabrigslum?

Jóhanna Sigurðardóttir fór mikinn í þingræðu fyrir nokkrum dögum og sakaði Samtök atvinnulífsins um lygar og áróður vegna gagnrýni samtakanna á ríkisstjórnina vegna ítrekaðra svika hennar á loforðum sínum í tengslum við kjarasamninga, allt frá árinu 2009.

Jóhanna minntist hins vegar ekkert á að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa jafnvel verið enn harðorðari en SA í garð svikastjórnar Jóhönnu og Steingríms og margir þeirra vilja segja upp kjarasamningum um mánaðamótin, jafnvel þó atvinnurekendur hafi staðið við allt sem þeir skrifuðu undir.

Nú eru uppi háværar raddir, t.d. frá formanni Verkalýðsfélags Akraness, um að ASÍ lýsi yfir vantrausti á ríkisstjórnina og meira að segja Samfylkingarmaðurinn Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur lýst því yfir að launþegar muni ekki gera fleiri samninga með aðkomu ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms, enda sé ekki eitt einasta orð að marka þau skötuhjúin.

Ætli Jóhanna haldi ræðu á Alþingi af þessu tilefni? Eða þá Steingrímur J?


mbl.is Þungur tónn vegna svika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ef hún ætlar sér að vera sjálfri sér samkvæm segir hún sjálfsagt að verkalýðshreyfingin sé ekki óánægðari nú en í venjulegu árferði. Svo fer hún að tala um hvað ríkisstjórnin hefur gert mikið og unnið mikið verk og eitthvað svoleiðis þvaður.

Skyldi konan trúa öllu því sem út úr sér kemur?

Helgi (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband