Ekki Hagfræðistofnun aftur og aftur

Eftir margra vikna umhugsun hefur Forsætisnefnd Alþingis hafnað beiðni Umhverfis- og samgöngunefndar sama Alþingis um að fela Hagfræðistofnun HÍ að gera úttekt á kostnaðar- og arðsemismati Vaðlaheiðargangna og veldur sú afgreiðsla nefndarformanni síðarnefndu nefndarinnar miklum vonbrigðum.

Afstaða fyrrnefndu nefndarinnar er þó skiljanleg í því ljósi að þáverandi samgönguráðherra og og þá- og núverandi stjórnarmaður í Vaðlaheiðargöngum hf, Kristján L. Möller, hafði fyrir löngu fengið neikvæða skýrslu um arðsemi þessara sömu gangna og haldið henni vandlega leyndri fyrir öllum öðrum en samþingmanni sínum úr kjördæmi Vaðlaheiðar, Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra þáverandi.

Allir hljóta að sjá að það væri óþarfur peningaaustur að fela Hagfræðistofnun að endurvinna leyniskýrsluna, enda forsendur varla mikið breyttar frá því að þeirri skýrslu var stungið undir ráðherrastól.


mbl.is „Veldur okkur vonbrigðum og undrun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Nú væri gott að búa við einræði, eða hafa Keisara. Einhver horskur maður/kona sem gæti sagt NEI eða JÁ, eftir atvikum. Einhvern sem myndi afgreiða svona bull út af borðinu með einu NEI-i, og svo væri það ekkert rætt meira.

Maður sem myndi taka velferð þjóðarinnar,(íbúa landsins), fram yfir eiginhagsmunapot og plott. Nóg komið af því í bili.

Dexter Morgan, 16.1.2012 kl. 13:42

2 Smámynd: Tryggvi Helgason

Það eru nú ekki "nema" 40 ár síðan að ég - fyrstur manna - kom fram með þá hugmynd að gera veggöng í gegnum Vaðlaheiði. Ef það hefði verið gert strax, þá hefðu göngin verið búin að borga sig nú þegar, að mínu mati.

Nitsemi þessara ganga er ekki einungis fólgin í því að minnka kosnað umferðarinnar með styttingu leiða, minni kosnaði við snjómokstur og minni slysahættu, heldur einnig gefur þetta möguleika til þess að leggja í gegnum göngin hitaveituleiðslur, kaldavatnspípur, simastrengi og háspennukapla, sem ella verða að liggja yfir Vaðlaheiðina.

Í Fnjóskadalnum er að finna bæði heitt og kalt vatn, sem kemur til með að nýtast vel í framtíðinni með vaxandi byggð í Eyjafirðinum.

Tryggvi Helgason, 21.1.2012 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband