Skortsala í tuskubúðum

Gríðarlegur skortur hefur verið í landinu á ýmsum tuskum sem nauðsynlegar eru til að hylja nekt og verjast kuldatíðinni sem geysað hefur í landinu undanfarnar vikur, eins og sannaðist eftirminnilega þegar versluninni Lindex tókst að fá heilan skipsfarm af ýmsum tuskuvarningi til landsins nýlega.

Skipsfarmurinn seldist upp á þrem dögum, eftir örvæntingarfulla baráttu viðskiptavina um varninginn, en til allrar hamingju tókst eigendum verslunarinnar með ótrúlegri útsjónarsemi að ná nokkru magni fatnaðar til landsins á ný, þannig að enn hefur skapast örtröð langþurfandi fataleysingja á staðnum, enda óvíst hvort nokkur fatnaður muni fást í landinu næstu mánuði eða misseri.

Heyrst hefur að skortur sé á fleiri nauðsynjavörum og því skyldi fólk ekki taka áhættu á að bíða með að kaupa upp alla hugsanlega vörulagera sem hugsanlega gætu leynst í skúmaskotum verslana í landinu.

Fyrstur kemur, fyrstur fær.  Málið er ekki flóknara en það, að sá sem ekki mætir fyrstur á það á hættu að líða áframhaldandi skort.


mbl.is Biðröð við mátunarklefana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef verið að hanna troðara  til heimilsinota sem getur troðið 50%  meira af fatnaði inn í fataskáp  en skápurinner hannaður fyrir. Ég er að hugsa um að markaðsetja hann með kvennþjóðina í huga. Til að ná druslunum út úr skápnum aftur, þá er sérstakur búnaður inni í skápnum, svipaður og sjálfvirkur  sleppibúnaður fyrir björgunarbáta. En hann virkar þannig að þegar þú opnar skápinn upp á gátt þá losar hurðin um forspenntann  þrýstigorm sem skítur lörfunum út á gólf. Þegar þú finnur svo garminn sem þú ætlar að klæðast, er restinni af lörfunum sem liggja nú út um allt gólfið  bara mokað upp í troðarann sem treður þeim svo aftur inn í skápinn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband