Er verslunarferðum til útlanda að fjölga aftur?

Samkvæmt nýjustu tölum dróst velta dagvöruverslana saman um tæp 2% í október, miðað við sama mánuð á síðasta ári og þá ekki síst í fatnaði og skóm.

Á árum áður voru farnar skipulagðar verslunarferðir, jafnvel dagsferðir, til útlanda og voru það þá ekki síst einmitt þessar vörutegundir sem vinsælastar voru í slíkum ferðum.

Nú hafa ferðalög til útlanda aukist á ný og því vaknar sú spurnig hvort tengsl séu ekki á milli þessara auknu ferðalaga og minnkandi vörusölu hér innanlands og verslun sé að flytjast í auknum mæli úr landi á ný. Hækkun virðisaukaskatts og annarra álaga hér innanlands ýtir örugglega undir að slík þróun verslunarhátta aukist á nýjan leik.

Sala áfengis hefur einnig minnkað mikið milli ára og þar er aðalskýringin án vafa gríðarleg hækkun skatta og gjalda í ríkissjóð af þeirri vörutegund, sem einnig leiðir af sér aukið smygl og heimabrugg, enda mikið farið að bera á slíku síðustu mánuði.

Fróðlegt væri að vita hvort sala áfengis í Fríhöfninni hefur fylgt þróuninni á áfengissölunni í verslunum ÁTVR, eða hvort marktæk aukning hafi orðið á sölunni þar, þrátt fyrir aukna gjaldtöku á vörunum þar, eins og annarsstaðar þar sem ríkisstjórnin er með puttana.


mbl.is Minnkandi sala á fötum og skóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband