"Að stinga höfðinu í steininn"

Össur Skarphéðinsson, sem lét hafa eftir sér í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis að hann hefði ekki "hundsvit á efnahagsmálum" á Íslandi, gefur sig hins vegar út fyrir að vera mikill sérfræðingur um efnahagsmál utan landsteinanna og alveg sérstaklega á vandamálum evrulandanna og gjaldmiðlinum sjálfum.

Þrátt fyrir að allir helstu efnahagssérfræðingar og stjórnmálamenn veraldarinnar hafi miklar áhyggjur af framtíð evrunnar og þess efnahagsvanda sem hún skapar í ýmsum löndum álfunnar, lætur Össur ekkert tækifæri ónotað til að mótmæla slíkum hrakspám og segir að samkvæmt sínu viti sé evran sífellt að eflast og herðist við hverja raun þeirra landa sem notast við hana sem gjaldeyri.

Samþingmaður Össurar fann upp endurbætur á gömlu orðtaki og sagði á þingi af einhverju tilefni að ráðherrarnir væru að "stinga höfðinu í steininn" og bætti um betur með því að segja að ekki ætti að "kasta grjóti úr steinhúsi".

Þó Össur telji sjálfan sig hafa lítið vit á ákveðnum málum, er alveg óþarfi af honum og eiginlega ókurteisi við hunda, að gera lítið úr þeirra vitsmunum.

Vonandi stingur Össur höfðinu ekki í grjótið, áður en því verður kastað úr steinhúsinu.


mbl.is Evran sterkari fyrir vikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Hahahahahaha!!!  TAKK fyrir þennan yndislega vel orðaða pistil.

Það er langt síðan ég hef skellt svona rækilega uppúr Gerði mér gott

En það er háalvarlegt hvað maðurinn ætlar ekki að gefa sig. Evran reddast... jájá Össur reddar henni

anna (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 22:21

2 identicon

"Evran var 1.32 dollara virði um áramótin. Nú er hún 1,35 dollara virði. Hún styrktist semsagt á þessu ári. Síðasta mánuð hefur hún staðið í stað. Sumir ímynda sér hins vegar, að evran sé á fallanda fæti. Trúa Mogga, ýmsum öðrum fjölmiðlum og evru-höturum bloggsins, sem birta fréttir af falli evrunnar. Gleyma hins vegar að segja frá risi hennar. Raunar er evran sterk og mun áfram verða sterk. Jafnvel þótt einstök evru-ríki við Miðjarðarhafi hafi lent í klandri. Yfirgefi Grikkland evruna, mun það enn styrkja hana. Evran er í hægri sókn sem alþjóðlegur gjaldmiðill. Ekki verðlaus eins og krónan." - jonas.is

Ekki Jónas (IP-tala skráð) 9.11.2011 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband