13.9.2011 | 17:31
Læknaskorturinn er orðinn verulegt vandamál
Niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu er farinn að valda verulegum læknaskorti í landinu, því læknar eins og margar aðrar starfsstéttir leita nú fyrir sér um vinnu erlendis, þar sem launakjör og vinnuaðbúnaður er langtum betri en er hér á landi, sérstaklega eftir banka- og efnahagshruinið haustið 2008.
Sveinn Kjartansson, formaður samninganefndar lækna, segir að nýgerður kjarasamningur við ríkið verði ekki til þess að laða þá lækna, sem þegar starfa erlendis, heim aftur, en geti orðið til þess að fækka eitthvað í þeim hópi sem annars hefði flúið land vegna launa og aðbúnaðar á vinnustöðum, eða eins og haft er eftir honum í fréttinni: "Þetta mun ekki breyta því að ungir læknar hraði sér út í sérnám og borin von að kjörin muni lokka unga öfluga sérfræðilækna heim, eins og við þurfum á að halda. Þetta gæti hugsanlega orðið til þess að sá hópur lækna sem starfað hefur á Íslandi dragi við sig að segja upp og fara alfarið til vinnu erlendis. Það er kannski helsti ávinningurinn."
Læknaskortur er þó ekki alveg nýr af nálinni hér á landi, því a.m.k. hefur skort heimilislækna í mörg ár og ekki verið skilningur í kerfinu á því að fjöldi fólks hefur ekki aðgang að föstum heimilislækni og þarf að fara á milli lækna með sjúkrasögu sína, nánast í hvert skipti sem eitthvað það bjátar á, sem kallar á lækisheimsókn.
Sem dæmi má nefna að fólk hefur þurft að bíða árum saman eftir föstum heimilislækni í Grafarvogi og hjá sumum a.m.k. fer biðin að slaga í áratuginn.
Föst yfirvinna til að halda í lækna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég veit ekki betur en erlendir læknar vinni á Íslandi og væntanlega með góðum árangri. Síðast þegar konan mín þurfti á læknisaðstoð að halda á Íslandi,fyrir nokkrum árum, þá var læknirnn pólsk kona og á kvöldvakt. Íslenskir læknar eru ekkert betri en erlendir og það er nóg af erlendum læknum, sérstaklega frá svokölluðum fyrrverandi austantjaldslöndum sem eru mjög vel menntaðir og klárir sem eru tilbúnir að vinna á Íslendi- á vöktum - en ekkert yfirvinnu bull. Launakröfur þessara lækna eru örugglega vel við unandi( miðað við það sem þeir hafa i heimalandinu)og þeir eru mjög snöggir að læra tungumálið. Vanþekking og umkomuleysi Íslendinga gagnvart erlendri þekkingu, er svo mikil að undrun sætirog ekki þroskast þeir. Þessi þjóð veit ekkert í sinn haus um málefni sem skipta máli, þegar útlönd eru annarsvegar.
Í landinu sem við búum í, hefur konan mín fengið tíma í "skanner" kl. 22.00 að kvöldi og það á sunnudegi. Ég sjálfur hef farið í röntgen kl.20.30 að kvöldi á sama sjúkrahús. Hér er unnið alla daga, er svarið, þegar spurt er. Öll læknatæki eru dýr í innkaupi og rekstri og notuð til hinns ýtrast, en ekkert " næntúfæf" bullshitt og bruðl með peninga. Við höfum haft fastan heimilislækni frá því að við komum til landsins og er hún einn sá besti læknir sem við höfum haft í gegn um tíðina. Hún er rúsnesk og frábær í alla staði.
Ef það er að verða læknaskortur á Íslandi, þá er þessi ömurlega ríkisstjórn(leysis)orsakavaldurinn. Þetta er fullkominn skortur á skynsemi sem er ekki við öðru að búast og algjör óþarfi.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 22:46
Mjög villandi upplýsingar hjá formanni læknafélagsins. Læknar fengu sömu hækkun og almenni vinnumarkaðurinn segir hann en minnist ekki á að þeir fengu sömu prósentuhækkun en í krónutölu er hækkunin þeirra um það bil ein heil mánaðarlaun venjulegs launamanns. Fengu þeir þá sömu hækkun og allir aðrir? Kjaftæði!
corvus corax, 14.9.2011 kl. 08:16
Íslendingar hafa haft ákaflega vel menntaða læknastétt. Það er 6 ára háskólanám þar sem flestir taka námslán sér til framfærslu. Síðan er 1 árs kandítatsár og að þessu loknu eru launinin um 310 - 330 þús á mánuði fyrir 40 tíma vinnuviku. Engar kaupaukagreiðslur eru í þessu og margir vinna óunna yfirvinnu. Raunar hefur starfskraftar fólks í námi verið notaðir umtalsvert sem ókeypis starfskraftur í áraraðir.
Um sérnám lækna gilda evrópskar reglur þar sem við erum á Evrópska Efnahagssvæðinu. Þar er sérnám frá 5-10 árum og við þetta bætist doktórsnám eða PhD nám. Fólk hefur menntað sig á flestum fremstu sjúkrahúsum bæði austan og vestan hafs. Þar koma til ný aðgerðartækni og raunar er þetta eina nýja þekkingin þar sem íslenska heilbrigðiskerfið hefur litla burði vegna smæðar og annars að mennta sérfræðinga. Íslenska ríkið hefur ekki vilja taka þátt í sérmenntunni og þetta er í raun hver einstaklingur sem gerir þetta á sinn kostnað.
Sérfræðingur á Landspítalnaum er með rétt yfir 500 þús á mánuði, eftir 6 plús 1 árs grunnnám og 6 ára eða meira sérnám og reynslu og þetta er fyrri 40 stunda vinnuviku.
Þannig að læknar eru langt frá neinn hálaunaaðall með einstaka undantekningum með þá gríðarlegu vinnuframlagi.
Þjóðin er að eldast sem mun leggjast að auknum þunga á heilbrigðiskerfið auk þess er meðalaldur lækna á Íslandi að snarhækka og stórir hópar koma bráðlega á eftirlaun. Það eru engir atvinnulausir sérfræðingar sem bíða eftir vinnu á Íslandi. Íslenska málsvæðið er lítið launin lág og ég get varla ímyndað mér að það sé slegist um stöður á Íslandi. Í Noregi er heimilislæknisþjónustan rekin af læknum (fastlege) sem ráða sér starfsfólk en á Íslandi eru þeir starfsmenn "á plani" í heilsugæslustöðvum sem margar eru ákaflega óhagkvæmt reknar með yfirstjórn og öðru.
Vandamálið er að það er engin eftirspurn eftir íslenskum bankamönnum, íslenskum viðskiptafræðingum/hagfræðingum eða íslenskum lögfræðingum. og ég tali ekki um íslenska stjórnálamenn. En við erum háð því að fólk fari erlendis og komi síðan aftur. Atgerfisflóttinn beinist ekki eingögnu hjá læknum þetta eru verkfræðingar, hámenntaðir tölvunarfræðingar og brátt förum við að missa fólk úr sjávarútvegi til Noregs.
Gunnr (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.