Ekki einn um að fyrirverða sig

Richard Quest spurði Geir H. Haarde, í þætti sínum á sjónvarpsstöðinni CNN, hvað það segði um lýðræðið á Íslandi að stjórnmálamanni væri stefnt fyrir dómstóla vegna pólitískra starfa sinna.

Geir svaraði því til, að slíkt segði ekkert um lýðræðið en því meira um þá stjórnmálamenn sem beittu slíkum brögðum gegn pólitískum andstæðingum sínum. Jafnframt sagðist hann fyrirverða sig fyrir þá niðurlægingu Alþingis sem kristallast í þessari atlögu að honum.

Það eru fleiri en Geir H. Haarde sem skammast sín fyrir þessar pólitísku ofsóknir, sem óprúttnir stjórnmálamenn misnotuðu þingið til að koma fram.

Samkvæmt skoðanakönnunum er mikill meirihluti þjóðarinnar á sama máli.


mbl.is Fyrirverður sig fyrir Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Þetta er algjör svívirða.  Annað hvort átti að ákæra ríkisstjórnina alla eða engan.    Ég get ekki ímyndað mér hvernig samráðherrar Geirs geta sofið á nóttunni eftir að hafa með jafn ógeðfelldum hætti rekið hníf í bakið á honum.   Alþingi var síðan náttúrulega algjörlega vanhægt að taka svona ákvörðun, í það minnsta hefðu allir sem voru í ráðuneytum Geirs bæði 2006-2007 sem og 2007-2009 átt að víkja sæti á meðan og annað tveggja ekki greiða atkvæði eða varamenn vera inn á þingi ella.   Þetta mál er Alþingi sem og ríkisstjórnarflokkunum til þvílíkrar skammar.

Jón Óskarsson, 7.9.2011 kl. 13:03

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svo botnar þetta fólk ekkert í því að Alþingi skuli ekki njóta virðingar.

Sigurður I B Guðmundsson, 7.9.2011 kl. 21:05

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Getur einhver haldið að alþingi eða einhverjir sem þar eru njóti einhverrar virðingar meðan þeir ljúga bara (t.d. Jóhanna og 144 / 24 milljarðarnir) og enginn segir neitt.

Óskar Guðmundsson, 8.9.2011 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband