Ólafur Ragnar og smörfjallið

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, telur að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, sé með harkalegum ummælum sínum um frammistöðu ríkisstjórnarinnar í Icesavemálinu, að beina athygli fjölmiðla frá klaufalegum meðmælum sínum um athugasemdalausa sölu Grímsstaða til kínversks aukýfings, sem Ólaf langar að telja til vina sinna.

Björn segir af því tilefni m.a.: "Mér þótti eins og Ólafur Ragnar beitti þarna smjörklípuaðferðinni, hann vildi draga athygli frá ummælum sínum um söluna á Grímsstöðum á Fjöllum til kínverska auðkýfingsins. Þau einkenndust af fljótræði og dómgreinarleysi."

Ólafur Ragnar er mesti smjörklípusérfræðingur þjóðarinnar og notar smjörið ótæpilega til að beina umræðum frá athöfnum sínum og athafnaleysi.  Allir þekkja hlaup hans með og á eftir útrásargengjunum á sínum tíma og hvernig honum tókst að beina athygli almennings frá því með því að hafna Icesavelögunum staðfestingar.

Ólafi hefur tekist að fá bæði almenning og fjölmiðla til að gleyma því að hann staðfesti fyrstu Icesavelögin, en þá voru það reyndar Bretar og Hollendingar sem höfnuðu þeim staðfestingar vegna fyrirvara sem Alþingi setti inn í lögin.  Það var því ekki fyrr en við Icesave 2 og eftir tugþúsunda áskoranir almennings sem Ólafur hafnaði því lagafrumvarpi staðfestingar og almenningur felldi síðan eftirminnilega í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ef miðað er við hversu oft og ríkulega Ólafur Ragnar smyr smjörklípunum hlýtur að mega áætla að smjörfjallið fræga sé nú vistað á Bessastöðum. 

 


mbl.is Sakar Ólaf Ragnar um smjörklípu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Sammála. Etv ættum við að hætta að nefna Bessastaði annað en Mjólkurbúið eða Smjörgerðina

Tómas H Sveinsson, 5.9.2011 kl. 12:44

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ólafur forseti virðist ófær um að tjá sig öðruvísi en með hátt stemmdum lýsingarorðum. Ákaflega fátt virðist þeim manni efni til umþenkingar hvað þá efasemda nú í seinni tíð.

Þvílíkur ógnar-sannfæringarkraftur!

Árni Gunnarsson, 5.9.2011 kl. 16:45

3 Smámynd: Tómas H Sveinsson

Best væri að senda hann til Kína eða Indlands. Hann á etv ekki aðdáendur þar frekan en á Fróni, en hins vegar virðist hann dást mjög að þessum löndum, mannréttindabrotum í Kína og fátækt og mismunun manna í Indlandi.

Tómas H Sveinsson, 5.9.2011 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband