Stjórnmálamenn verða að vinna vinnuna sína

Lagarde, forstjóri AGS, segir vaxandi hættu steðja að hagkerfi heimsins og að minnkandi möguleikar séu á að alþjóðastofnanir og ríki geti stutt við þær ríkisstjórnir sem keyri lönd sín á kaf í skuldafen.

Hún telur samt sem áður að mögulegt verði að snúa þróuninni við með samstilltu átaki ríkisstjórna og fastari tökum þeirra á ríkisfjármálunum og viðsnúningi á þeirri endalausu lánahugsun, sem tröllriðið hefur a.m.k. hinum vestræna heimi undanfarin ár, jafnt hjá ríkisstjórnum, fyrirtækjum og einstaklingum.

Augu manna beindust ekki síst að því sem Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, myndi boða á þessum fundi seðlabankastjóra í Wyoming, en fátt kemur fram í fréttinni af ræðu hans, en þó segir þetta um hans málflutning:  "Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hélt ræðu á fundinum í gær og sagði, að seðlabankinn gæti lítið gert til að örva efnahagsvöxt. Bandarískir stjórnmálaleiðtogar yrðu að grípa til aðgerða til að fjölga störfum og örva fasteignamarkað."

Vonandi taka íslenskir stjórnmálamenn þetta til sín, ekki síður en bandarískir, því ríkisstjórnin hérlenda hefur í raun barist með öllum tiltækum ráðum gegn uppbyggingu í atvinnulífinu og fjölgun starfa og nákvæmlega ekkert hefur heldur verið gert til að endurlífga fasteignamarkaðinn, sem hefur verið steindauður í þrjú ár. 

Líklega væri það allt of mikil bjartsýni að halda að íslenska ríkisstjórnin taki sönsum héðan af. Sennilega verður engin breyting á málunum fyrr en ný ríkisstjórn tekur við af þeirri sem nú situr. 


mbl.is Vaxandi hætta steðjar að hagkerfi heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband