Markmiðið getur ekki verið að rýra lífskjör í landinu

Lífskjör Íslendinga versnuðu til mikilla muna í bankahruninu árið 2008 og afar hægt og illa hefur gengið að koma efnahags- og atvinnulífinu af stað aftur, þannig að hagur almennings hefur verið á stöðugri niðurleið síðustu misseri.

Brátt kemur Alþingi saman á ný og mun þá væntanlega taka til umfjöllunar "stóra kvótafrumvarpið" sem frestað var afgreiðslu á í vor, en þegar frumvarpið var til umfjöllunar í þingnefnd mun ekki hafa komið ein einasta jákvæð umsögn um það frá umsagnaraðilum, sem skiluðu áliti til nefndarinnar.

Nú hefur Landsbankinn sent frá sér tilkynningu vegna frumvarpsins, þar sem segir að tap bankans og þar með eigandans, ríkissjóðs, verði allt að 25 milljarðar króna, verði frumvarpið að lögum óbreytt. Samtök atvinnulífsins, LÍÚ og Samtök fiskvinnslustöðva hafa einnig sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins og telja samþykkt frumvarpsins leiða til fjöldagjaldþrota í sjávarútvegi, gífurlegrar aukningar atvinnuleysis og stórtaps ríkisins í formi skatttekna.

Það hlýtur að vera kappsmál allra aðila, bæði innan sjávarútvegsins og stjórnvalda, að hagkvæmni aðalatvinnuvegar þjóðarinnar sé sem mestur og skili öllum aðilum, ekki síst ríkissjóði, sem mestum arði og starfsfólki til sjós og lands hæstu mögulegu tekjum.

Af því leiðir að frumvarpið hlýtur að verða endurskoðan með hagkvæmnina og hámarksarðsemi allra aðila að leiðarljósi. Allt annað væri hrein fásinna.


mbl.is Segja frumvarp leiða til fjöldagjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Axel skrifar:

"Lífskjör Íslendinga versnuðu til mikilla muna í bankahruninu árið 2008 og afar hægt og illa hefur gengið að koma efnahags- og atvinnulífinu af stað aftur, þannig að hagur almennings hefur verið á stöðugri niðurleið síðustu misseri".

Og endar með "Af því leiðir að frumvarpið hlýtur að verða endurskoðan með hagkvæmnina og hámarksarðsemi allra aðila að leiðarljósi. Allt annað væri hrein fásinna".

Það er nú gott Axel minn, að þú hafir þessa trú á ríkisstjórninni, það er meira en ég get sagt. Þessi ríkisstjórn mun ekki gera neitt fyrir "hag almennings" frekar en fyrri ríkisstjórnir sem vel að merkja, eru þínir félagar og flokksbræður.

Dexter Morgan, 24.8.2011 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband