17.8.2011 | 11:38
Búin að missa öll tök á peningamálunum
Þrátt fyrir að nánast algjör stöðnun ríki í efnahagslífi þjóðarinnar virðast ríkisstjórnin og seðlabankinn vera búin að missa öll tök á peningamálunum og verðbólgan komin á flug á nýja leik. Nýgerðum kjarasamningum er að miklu leyti kennt um, en ríkisstjórnin tók fullan þátt í gerð þeirra og lofaði að koma ýmsum ríkisframkvæmdum af stað, ásamt því að greiða fyrir fjárfestingum einkaaðila, til þess að auka kaupmátt og hagvöxt í þjóðfélaginu.
Nú virðist þessi fyrirheit hafa verið algerlega gefin upp á bátinn, ef marka má eftirfarandi klausu úr Peningamálum Seðlabankans: "Miðað við forsendur um þróun hrávöru- og olíuverðs, tiltölulega stöðugt gengi krónunnar og áframhaldandi slaka í þjóðarbúskapnum er gert ráð fyrir að hún taki að hjaðna á ný þegar líða tekur á næsta ár og verði við verðbólgumarkmiðið á seinni hluta ársins 2013, sem er um ári seinna en reiknað var með í apríl."
Aðeins örfárra mánaða spá Seðlabankans er fokin út í veður og vind og sýnir að lítið er að treysta á útreikninga og spár Seðlabankans, þegar það sýnir sig að þær endast varla út þann mánuð, sem þær eru gefnar út.
Til að skapa enn meiri slaka í fjárfestingum og eftirspurn er eina ráðið sem bankanum dettur í hug að hækka vexti í því okurvaxtaumhverfi sem ríkir hér á landi og hefur gert áratugum saman.
Vaxtaokrið hefur ekki dregið úr verðbólgu hingað til, heldur má leiða að því líkur að það hafi frekar verið eitt helsta eldsneytið á verðbólgubálið. Nánast allir aðrir seðlabankar halda stýrivöxtum lítillega ofan við núllið á krepputímum til þess að gera sitt til að auka fjárfestingar og hagvöxt.
Hvenær skyldu Íslendingar eignast stjórnendur, sem læra af reynslunni.
Seðlabankinn spáir 6,8% verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þegar núverandi seðlabankastjóri var ráðinn, sérstaklega pantaður frá útlöndum af Jóhönnu Sigurðardóttur, þá var ekki eins og það væri verið að ráða einhvern nýjan og ferskan snilling. Þarna var kominn maður sem á árum áður var höfundur að mörgu því sem beitt hefur verið í peningamálastefnu þjóðarinnar og hann er ekkert minna saklaus en margur annar þegar kemur að orsökum og ástæðum þess hvernig komið er fyrir þjóðinni.
Ráðaleysi ríkisstjórnarinnar er algjört og það er alveg sama hvaða spár og tölur koma frá stjórninni eða Seðlabanka að það er ekki þornað blekið á viðkomandi pappír þegar gera þarf aðra og meiri hrakspá. Allt frestast og öllu er frestað, en á sama tíma er reynt að finna upp nýja skatta og hækka þá sem fyrir eru og verið að eyða tíma og fjármunum í að ræða við Evrópusambandið sem er með allt niður um sig og á engan hátt tilbúið að taka við okkur, hvað þá að gáfulegt sé að sameinast því bákni sem ræður ekki við sjálft sig.
Að það skuli ríkja hér óðaverðbólga á sama tíma og hagvöxtur er neikvæður enn eitt árið og algjör stöðnun ríkir í öllum framkvæmdum og nýfjárfestingum, er með öllu óskiljanlegt.
Jón Óskarsson, 17.8.2011 kl. 15:51
Á medan ad nidurskurdur er allsrádandi á Íslandi er eitt virki sem enginn rædst á, thad er utanríkisthjónustuna. Hún er löngu úr sér gengin og er í dag ad stórum hluta elliheimili rádamann. Their sem haga sér vel geta fengid höll med thjónustufólki, fínum bílum og lúxus.
Mitt annad heimili er ekki langt frá sendiherrabústad íslendinga í Noregi og mér blöskrar ad sjá brudlid sem fram fer á theim slódum. Thar búa Sigrídur Dúna og hennar frægi kall í fleiri hundrud fermetra höll uppá tvær hædir, kjallara og ris á dýrasta stad Noregs. Finnst vid hæfi ad skipta erninum í skjaldarmerki thessara byggingar út med hrægammi.
Sendirádid í midbænum er ekki stórt og vinnur ýmis nytsamleg verk. En íslendingar búa vid stóra fjárhagsördugleika og mest af thessari vinnu er hægt ad vinna á netinu og flug til Noregs tekur heldur ekki langan tíma.
Thó svo ad sendirádid sé naudsynlegt ætti thetta fólk ad geta búid um sig í blokkaríbúd á ódýrari stad, nordmenn myndu eflaust sýna thví skilning.
Rekstur thessarar byggingar samsvarar rekstri ansi margra leikskóla og slíkar byggingar standa úrvalslidinu til boda vída um heim.
Jón Páll Gardarsson (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 16:55
Okkur var ráðlagt að fara í niðurskurðarferlið strax við hrun enda augljóst að stærð hins opinbera (ríki og sveitarfélaga) er langtum stærra og dýrara en við höfum efni á. Því lengra sem beðið er því meiri og sársaukafyllri mun hin óumflýjanlegi niðurskurður verða. Báknið þandist að raunverði um 33% á mann á 10 árum frá 2000 fram að hruni sem er væntanlega heimsmet í vestrænu ríki og í raun þarf að fara aftur í gömlu jakkafötin sem við vorum í 2000.
Við erum með ofureftirlaunaþega með 2 föld forstætisráðherralaun, fyrverandi ráðherrar, seðlabankastjórar og æðstu embættismenn ríkisins. Auðvitað á að skerða þessi ofureftirlaun.
Við erum með "sendiherra" stóran hóp sem vinnur á Íslandi stórundarlegt fyrirbæri .
Gunnr (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 17:13
Það er afskaplega óskynsamlegt að hafa ríkisstjórn flokka sem vilja meiri ríkisafskiptir af atvinnulífinu og sem eru á móti einkaframtali og einkarekstri. Við slíkar aðstæður er ekki farið í þær nauðsynlegu niðurskurðaraðgerðir sem auðvitað var og er þörf á að fara í og ekki heldur skorið niður á réttum stöðum.
Jón Óskarsson, 17.8.2011 kl. 17:17
Auðvitað eru þau ekkert að missa neitt út úr höndunum, þau hafa aldrei haft nein tök á efnagsmálum en velkst undan vindi og stormi frá því þau tóku við, en þau tóku við hræðilegu búi. Þau sitja líkvökuna yfir íslensku efnahagslífi og bíða eftir kraftaverkinu sem því miður ekki mun gerast. Frumskilyrði bata er að ná tökum á opinberum útgjöldum og það verður eingöngu gert með blóðugum niðurskurði nærri 25% og þegar það er gert verður hægt að losa um gjaldeyrishöftin sem er í raun grunnforsenda á eðlilegu atvinnulífi og fjárfestingu. Það er verið að færa eignir/fyrirtæki til einstaklinga og hópa og leyndarhyggja og klíkuskapur er alsráðandi.
Sófasósíalistarnir í "Norrænu velferðarstjórninni" hafa náttúrlega engan skilning á hvað heldur uppi íslensku þjóðfélagi. Það er ekki undirstaða fyrir þessari velferðinni og ríkið lifir af hagkerfinu en ekki öfugt sem sumir halda.
Gunnr (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 19:44
Það er rétt hjá þér Gunnar að þessi stjórn hún situr bara og bíður eftir kraftaverki sem auðvitað er óraunhæft að komi. Það litla sem hún gerir skaðar síðan möguleg tækifæri í hagkerfinu. Ríkisstjórnin tók við hrundu búi, en búi sem var hreint ekki svo slæmt fyrir því áður en að hruni kom þá voru erlendar skuldir ríkisins nánast engar. Hitt er annað mál að það gleymdist í góðærinu að leggja til hliðar til mögru áranna svo sem í atvinnuleysistryggingasjóð. Afstýrða hefði mátt algjörlega sérstakri hækkun tryggingargjalds eftir hrun ef hugað hefði verið að þessu með einungis smávægilegri hækkun á árunum 2005 til 2008
Jón Óskarsson, 17.8.2011 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.