Er meiri kreppa í evrulöndunum en á Íslandi?

Í þeirri miklu kreppu sem hrjáir íslenskt efnahagslíf um þessar mundir er þó spáð 2% hagvexti á árinu 2011, hvort sem það svo gengur eftir eða ekki. Nýjar tölur frá Evrópu sýna að hagvöxtur evrulandanna hefur aðeins verið 0,2% á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Það sem sérstaka athygli vekur í fréttinni er ekki síst þetta: "Endurspeglar þetta nýjar tölur frá tveimur stærstu hagkerfum Evrópu, Þýskalandi og Frakklandi, en í Þýskalandi mældist einungis 0,1% hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi og í Frakklandi var enginn vöxtur í fjórðungnum. Er ástandið á evru-svæðinu ólíkt því sem er að gerast í Bandaríkjunum og Japan þar sem hagvöxtur hefur verið að aukast."

Þetta er stórfrétt, þar sem Frakkland og enn frekar Þýskaland hafa verið aðaldriffjaðrir efnahagslífsins á evrusvæðinu og á þau hefur verið treyst, fyrst og fremst, sem bjargvætti skuldugra ríkja á evrusvæðinu, enda flestum málum er snúa að efnahagsráðstöfunum á evrusvæðinu ráðið á einkafundum Þýskalandskanslara og Frakklandsforseta. 

Hér á landi hefur kreppunni verið kennt um lítinn hagvöxt á árinu 2011.  Hvað skyldi þá skýra þennan litla hagvöxt evrulandanna og reyndar allra ESBríkjanna?


mbl.is Minni hagvöxtur á evru-svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband