11.8.2011 | 09:42
Norræn "velferð"
Nú er svo komið að 51% Dana stunda ekki vinnu af ýmsum ástæðum svo sem vegna þess að þeir eur atvinnulausir, elli- eða örorkulífeyrisþegar, börn eða námsmenn. Þau 49% sem eru vinnandi verða að skapa verðmætin sem eiga að standa undir sínum eigin lífskjörum, sem og hinna sem ekki eru vinnandi.
Hér á landi mun hlutfall þeirra sem ekki eru virkir á vinnumarkaði vera á bilinu 40-45%, þó erfitt sé að finna nákvæmar tölur um það á netinu, og sjá allir að slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, enda Danir komnir algerlega á endastöð í þessu efni og leita nú allra leiða til að snúa þessari þróun við.
Með áframhaldandi stefnu og störfum "Norrænu velferðarstjórnarinnar" á Íslandi verður þess skammt að bíða að Dönum verði náð í þessari öfugþróun "velferðarinnar".
Velferð verður ekki aukin og þróuð með því að fækka stöðugt vinnandi höndum.
Fáir Danir á vinnumarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hversu margir af þessum 49% ætli séu að vinna fyrir ríkið?
Stjáni (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 11:23
Norræna stoppistöðin.
Er þetta ekki hluti af vandamálinu sem er að brjótast út í London núna ? Fólk atvinnulaust osfv.
Emil (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 19:33
Samkvæmt Hagstofu Íslands var mannfjöldi á Íslandi 318.452 einstaklingar 1. Janúar 2011 sl.
Á öðrum ársfjórðungi 2011 voru 185.800 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 170.000 starfandi en 15.800 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 83% og atvinnuleysi var 8,5%. Atvinnulausum fækkaði um 400 frá öðrum ársfjórðungi 2010 og starfandi fjölgaði um 500. Atvinnuleysi var 10,2% á höfuðborgarsvæðinu en 5,3% utan þess. Meðalfjöldi vinnustunda var 40 klst. hjá þeim sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni, 44,2 klst. hjá þeim sem voru í fullu starfi og 25 klst. hjá þeim sem voru í hlutastarfi.
Á öðrum ársfjórðungi 2011 voru 185.800 á vinnumarkaði sem jafngildir 83% atvinnuþátttöku. Atvinnuþátttaka karla var 85,6% en kvenna 80,3%. Á öðrum ársfjórðungi 2010 voru 185.700 á vinnumarkaði og atvinnuþátttaka mældist 83,3%. Atvinnuþátttaka karla var þá 86,9% og kvenna 79,5%. Á höfuðborgarsvæðinu var atvinnuþátttaka 83,7% og 81,5% utan þess.
Fólk telst vera starfandi ef það hefur unnið eina klukkustund eða lengur í viðmiðunarviku könnunar eða verið fjarverandi frá starfi sem það gegnir að öllu jöfnu.
Þegar litið er til ársmeðaltals frá upphafi vinnumarkaðsrannsókna, eru að jafnaði 90% starfandi fólks við vinnu í viðmiðunarvikum. Sveiflur eru þó nokkrar innan hvers árs vegna sumarfría eða annarra ástæðna.
Á öðrum ársfjórðungi 2011 voru að jafnaði 153.700 við vinnu í viðmiðunarvikunni, eða 94,7% af starfandi fólki. Á öðrum ársfjórðungi 2010 var hlutfallið 93,3%. Þá voru 153.200 starfandi fólks að jafnaði við vinnu í viðmiðunarvikunni. Helstu ástæður fjarvista á öðrum ársfjórðungi 2011 eru: Í fríi 50,1%, í fæðingarorlofi 16,9%, 11,3% vegna veikinda og 7% vegna vinnuskipulags.
Af starfandi fólki á öðrum ársfjórðungi 2011 voru 132.100 í fullu starfi, eða 77,7% og 38.000 í hlutastarfi eða 22,3%. Starfandi í fullu starfi fjölgaði um 1.200 frá öðrum ársfjórðungi 2010 og fólki í hlutastörfum fækkaði um 600 manns. Karlar í fullu starfi voru 87,4% á öðrum ársfjórðungi 2011 og konur 67,4%.
Á öðrum ársfjórðungi 2011 var meðalfjöldi vinnustunda 40 klukkustundir hjá þeim sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni, 44,3 hjá körlum og 35,2 hjá konum. Meðalfjöldi vinnustunda hjá þeim sem voru í fullu starfi var 44,2 klukkustundir, 47,1 hjá körlum og 40,1 hjá konum. Meðalfjöldi vinnustunda hjá þeim sem voru í hlutastarfi voru 25 klukkustundir, 24,6 hjá körlum og 25,1 hjá konum.
Niðurstaða:
Af 318.452 íbúum Íslands eru um 170.000 einstaklingar starfandi á Íslandi skv. Hagstofu Íslands, þ.e. rétt rúmlega helmingur íbúa landsins.
Þegar nánar er að gætt má segja að aðeins tæplega helmingur íbúa landsins, eða um 153.700 einstaklingar, hafi verið starfandi á Íslandi skv. Hagstofu Íslands.
Ef að við tökum eingöngu þá sem voru í fullu starfi eru enn færri við störf á Íslandi þar sem að eingöngu 132.100 einstaklingar voru starfandi á Íslandi í fullu starfi af 318.452 íbúum landsins. Slagar ekki einu sinni upp í helming af íbúum hins íslenska lýðveldis.
Kv.
Atlinn
atlinn (IP-tala skráð) 11.8.2011 kl. 21:57
Áhugaverðar upplýsingar Atlinn. Samkvæmt þessu eru 41,5% Íslendinga eru í fullu starfi og samanlagt 48.3% í starfi. Þanning erum við með lægri atvinnuþáttöku en Danir, en bendi fremur á að meðalaldur Íslendinga er nokkru lægri, enn sem komið er og við erum með um 58% af íbúm á vinnufærum aldri meðan hlutfallið er talsvert lægra í Danmörku. Niðurstaðan er að við stöndum talsvert verr en Danir.
Hagkerfið hér á meira skylt við Kúbu eða Norður Kóreu og framleiðni á tímaeiningu er helmingi lægri á Íslandi en í Danmörku. Við höfum gjaldeyrishömlur, þurftum að leita á náðir IMF, hruninn hlutabréfamarkað, raunar er meira eða minna mestalt beint eða óbeint í höndum hins opinbera. Orkufyrirtækin, gjaldþrota bankarnir. Gríðarlegur og glórulaus hallarekstur ríkisins og hugmyndir um atvinnusköpun virðast vera margar vera opinberar/hálfopinberar framkvæmdir.
Hvað ætli stórt hlutfall hjá okkur vinnur hjá hinu opinbera?, hjá ríki?, hjá sveitarfélögum?, í þjónustugeirum?, hjá fjármálastofnunum? Eða í fyrirtækjum sem haldið er uppi og eiga ekki lífsins rétt. Vinnu sem er í raun haldið uppi af ofurskuldsettum ríkissjóði og sveitarfélögum og sú teygja á bráðum eftir að slitna, enda fjölgaði ríkisstarfsmönnum á Íslandi um 27% frá 2000 til 2009.
Íslendingar geta alls ekki litið niður á Dani eða aðra Norðurlandabúa með einhverjum hroka.
Gunnr (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 10:00
"Öfugþróun velferðar" er þegar hagkerfið hefur ekki efni á henni, og þar erum við Íslendingar eitt allra skýrasta dæmið og raunar skipum við okkur á bekk með Grikkjum enda sláum við þeim í ríkishalla 2012 enda hefur núverandi ríkisstjórn gefist upp á að ná tökum á halla ríkissjóðs ætlar að nota naglaklippurnar, með flatan niðurskurð í stað þess að draga fram vélsögina.
Gunnr (IP-tala skráð) 12.8.2011 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.