Mikil eftirsjá að Eden

Eden í Hveragerði, sem brann til kaldra kola í nótt, hefur verið vinsæll áningastaður ferðamanna í hálfa öld og erfitt orðið að hugsa sér Hveragerði án Edens.

Staðurinn var sérstakur að því leyti að þar var fléttað saman á skemmtilegan hátt gróðurhúsi, minja- og gjafavöruverslun og veitingasölu. Bæði innlendir og erlendir ferðamenn sóttu í að koma við í Eden, enda ákveðinn andi í húsinu og þjónusta starfsmanna til fyrirmyndar.

Eden hafði sett svolítið niður á seinni árum, sérstaklega eftir að reynt var, af þeim sem tóku við rekstrinum af frumkvöðlinum, að "nútímavæða" staðinn og gera hann "nútímalegri", en þær breytingar skiluðu sér aðeins í fækkun viðskiptavina.

Undanfarið ár hefur verið unnið að því að koma Eden nær sínu upprunalega formi og var virkilega ánægjulegt að sjá í heimsókn þangað nýlega, að "gamla góða" Eden var að endurlífgast og núverandi eigendur virtust hafa mikinn metnað til þess að skipa Eden aftur á þann sess sem staðurinn hefur haft í hugum ferðamanna lengst af þau fimmtíu ár sem hann hefur verið eitt helsta kennileitið á ferðalögum um Suðurland.

Edens verður sárt saknað og vonandi mun annar staður rísa og veða rekinn jafnmyndarlega á þeim grunni sem Eden var byggt á.


mbl.is Slökkvistarfi er lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband