15.7.2011 | 12:56
Frábært hjá Vegagerðinni. Annað mál með ferðaþjónustuna
Fyrir tæpri viku hvarf brúin yfir Múlakvísl í gríðarlegu hlaupi sem varð í ánni og var þá talið að taka myndi tvær til þrjár vikur að koma á bráðabirgðatengingu, þannig að umferð gæti gengið eðlilega fyrir sig á ný.
Umsvifalaust upphófst mikill söngur grátkórs ferðaþjónustusala og forsvarsmanna þeirra um hundruð milljóna króna tap, sem algerlega myndi ríða ferðaþjónustunni á suðurlandi að fullu. Alla þessa viku hefur söngurinn um tugmilljóna króna daglegt tap verið kyrjaður og leiðir þetta hugann að því hvort allar þessar gríðarlegu tekjur skili sér inn á skattskýrslur og í þjóðhagsreikninga.
Vegagerðin hefur unnið algert þrekvirki við smíði bráðabirgðabrúar yfir ána og með selflutningi bíla og farþega á vaði yfir vatnsfallið, en lítið hefur grátkórinn þó lækkað sig í tóntegund, þrátt fyrir það.
Nú er áætlað að hleypa umferð á bráðabirgðabrúna strax um helgina, en líklega þarf að stoppa selflutningana yfir ána í nokkra klukkutíma á meðan ánni verður veitt í nýjan farveg.
Hvað skyldu ferðaþjónustusalarnir segjast tapa mörgum tugum milljóna á þeim klukkutímum?
Múlakvísl veitt undir brúna í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flugmenn hafa boðað nýtt yfirvinnubann, þá verður gráturinn tónaður upp að nýju. Vonandi hefur grátkórinn vit á að standa sjávarmegin við brýrnar svo þær taki ekki af af aftur í öllu táraflóðinu.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2011 kl. 13:09
Búið að vera ótrúlegt droll á Vegagerðinni þarna eftir að ríkisstjórnin rauf þjóðveginn. Meira og minna í mat og kaffitímar þess á milli.
Hvers á Ferðaþjónustan að gjalda.
hilmar jónsson, 15.7.2011 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.