14.7.2011 | 16:20
Gott að vera á ESBjötunni
Það eru ekki eingöngu kýrnar í Evrópu sem eru frekar á fóðrið í jötunni, heldur eru eigendur þeirra ekki síður þurftafrekir. Það góða við ESB er, að engum virðist þykja nokkuð athugavert við það að æðsti maður landbúnaðarmála í væntanlegu stórríki skuli sjálfur vera stór þiggjandi styrkja, sem hann hefur sjálfur umsjón með að úthluta.
Enn betra er, að þessi æðsti maður landbúnaðar í ESB er einnig landbúnaðarráðherra Danmerkur og nú hefur verið birt uppgjör styrkja til hans, eða eins og segir í fréttinni: "Samkvæmt uppgjöri hans þáði hann samtals 5,7 milljónir danskra króna (127,2 milljónir ÍKR) í landbúnaðarstyrki á árunum 2001-2011 á verðlagi 2011. Í fyrra fékk Høegh styrk upp á 413.140 DKR (rúmlega 9,2 milljónir ÍKR). Uppgjörið kom eftir að ráðherrann tilkynnti í gær að skuldir dansk landbúnaðar hafi vaxið um 80% frá árinu 2002. Þá voru skuldir dansks landbúnaðar 165 milljarðar DKR (3.682 milljarðar ÍKR) en voru orðnar 298 milljarðar DKR (6.651 milljarður ÍKR) árið 2009."
Það verður að teljast stórmerkilegt að þrátt fyrir gífurlega landbúnaðarstyrki innan ESB, skuli skuldir greinarinnar hækka svona stórkostlega í Danmörku og engin ástæða til að ætla að ekki hafi það sama gerst í öðrum fylkjum hins væntanlega stórríkis Evrópu.
Þetta er aðeins sýnishorn af "sælunni" sem Jóhanna, Össur og nokkrir aðrir hávaðasamir áróðurseggir, ætla með öllum ráðum að neyða upp á Íslendinga.
Kannski er það frekar vonin um að komast í sömu aðstöðu og Henrik Höegh, sem rekur þetta lið áfram í áróðrinum fyrir "sæluríkinu".
Fremstur í styrkjaröðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:06 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru stöku bændur sem mok-græða á ESB en ekki er það þó til mikillar hagræðingar.
Nú þekki ég ágætlega til í bæði DK og Póllandi og það eru hreint ekki allir sáttir við ESB stýringuna.
Nú er t.d. að koma fram miklar hækkanir á hveiti í Evrópu vegna skógarelda í Rússlandi fyrr á árinu en það þýðior kki að nýting jarðanna hjá nágranna þeirra í PL sé góð. Það borgar sig nefnilega að fá greiðslu fyrir að rækta sumar vörutegundir en ekki endilega að koma þeim í hús.
Það eru t.d. nokkir aðilar í PL sem eiga peninga og nota þá til að leigja jarðir af efnaminni aðilum til að fá svo styrki til að rækta EKKI einhverja búvöru. Þeir sá korni en hugsa ekki um það, sprauta ekki á það eitri (eins og neuðsynlegt er) né hafa fyrir meiru en að slá akrana en hirða jafnvel ekki kornið þar sem að umhugsunarlaust er það ekki nýtanlegt nema kannski sem skepnufóður eða er ekki til neins nema urðunnar.
Peningarnir koma í kassann frá ESB til að geta leigt stærri og fleiri skika tl að mjólka út peninga.
ESB er ekki Útopía þó að Jóhrannar Erkisauður og Seingrímur haldi það.
http://rillawafers.tumblr.com/post/2050088363/utopia-found-in-detroit
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.7.2011 kl. 17:43
Að þau vilji komast í sömu aðstöðu og Henrik Höegh, finnst mér nú e.t.v. aðeins of mikið upp í sig tekið, en hverju má svo annars búast við af þeim sem vilja skilyrðislaust ESB okkur til handa.
Höfum við ekki fengið nóg af spillingunni? Mér sýnist ekki vænlegt að við förum að hengja okkur aftan í hana hjá öðrum? Hvað er þetta fólk að hugsa? Það væri líklega sorglegt að vita.
Bergljót Gunnarsdóttir, 15.7.2011 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.