Hannes bótalaus

Hannes Smárason, sem í félagi við Baugsgengið og Pálma í Fons, rúði hvert fyrirtækið af öðru af öllu eigin fé og stundaði álíka "viðskipti" víða um heim, hefur ekki ennþá fengið neinar bætur frá skattgreiðendum fyrir frammistöðu sína og "viðskiptafélaga".

Líklega eru viðskiptin með flugfélagið Sterling þekktasta "viðskiptaflétta" þeirra félaganna, en það gjáldþrota flugfélag seldu þeir í nokkra hringi á milli sín og tilkynntu í fjölmiðlum að um tugmilljarða króna hagnað hafi verið að ræða af hverjum snúningi.

Í flestum tilfellum áttu þessi sömu gengi banka og um þá var gengið eins og um einkasparibauka væri að ræða, og eins og börnum verður oft á, þá eyðilögðu gegnin sína "sparibauka" við að ná peningunum út úr þeim.

Að verið sé að rannsaka þessi "viðskipti" og gengin sjálf, hefur lengi farið óskaplega í viðkvæmar taugar gengjafélaganna og beita þeir óspart hótunum um málssóknir og skaðabótakröfur á hendur þeim sem um málin fjalla og ekki síður á hendur skattgreiðendum, fyrir að líða réttarkerfinu að vinna sín störf óáreitt.

Hannes Smárason og félagar eru a.m.k. ennþá bótalausir vegna slíkra mála og verða vonandi áfram. Einu bæturnar sem hægt væri að réttlæta þeim til handa væru atvinnuleysisbætur.

Það væri þó háð því skilyrði að greitt hefði verið af launum þeirra í Atvinnileysistryggingasjóð, en það hefur þó alveg örugglega ekki verið gert vegna alls útborgaða arðsins á árunum fyrir hrun.


mbl.is Hannes fær ekki bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kvitta undir hvert einasta orð.

Sæmundur fróði (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband