11.7.2011 | 20:59
Ætli Jóhanna og Össur hafi frétt þetta?
Hlutabréfavísitölur í Evrópu eru í frjálsu falli og sífellt er að koma betur og betur í ljós að skuldakreppan sé dýpri víða í álfunni, en áður hefur verið viðurkennt opinberlega. Áður hefur verið vitað um erfiðleikana í Gríkklandi, Írlandi, Portúgal, Belgíu og Spáni og núna er Ítalía að bætast í hóp þeirra evruríkja, sem reiknað er með að geti ekki bjargast út úr skuldavandræðunum án neyðarhjálpar ESB og AGS.
Skuldatryggingarálag Spánar og Ítalíu hefur hækkað mikið undanfarið og hefur ekki verið hærra í tólf ár. Þessi lönd og reyndar fleiri evruríki þurfa nú að búa við hærra skuldatryggingarálag en Ísland og hafa þó bæði Jóhanna og Össur, ásamt nytsömum sakleysingjum sem trúa þeim, haldið því fram að það eina sem kæmi Íslandi aftur á réttan kjöl, væri að taka upp evruna. Aðrir eru reyndar á þeirri skoðun að evran sé deyjandi gjaldmiðill og útför hennar verði auglýst fljótlega.
Frétt mbl.is endar á þessu: "Ræða nú fjármálaráðherrar evru-ríkjanna nýjan björgunarpakka fyrir Grikkland en svo virðist sem það sem helst valdi fjárfestum áhyggjum er ástand mála á Ítalíu og Spáni. Segir fjármálaráðherra Belgíu, Didier Reynders, í samtali við BBC að spenna ríki á evru-svæðinu og það verði að finna lausn."
Getur það virkilega verið að Jóhanna, Össur og aðrir ESBelskendur séu eina fólkið í Evrópu, sem hefur ekki frétt af erfiðleikum ESBríkjanna og þá alveg sérstaklega þeirra sem nota evru sem gjaldmiðil?
Skuldakreppan bítur á mörkuðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Útför Evrunnar hefur þegar verið haldin. Engu að síður ráfar uppvakningur hennar um álfuna og nærist á holdi íbúanna eins og er venja hinna ódauðu.
Nýjasta smitleið sýkingarinnar liggur nú gegnum Ítalíu, sem skuldar meira en sjálft Þýskaland, stærsta hagkerfi evrusvæðisins.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.7.2011 kl. 21:43
Blindur leiðir blindan heim, þau sjá ábyggilega ekkert athugavert við þetta.!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 12.7.2011 kl. 01:06
Þau vafra um blind,við getum ekkert gert nema taka af þeim ökuskírteinið..
Helga Kristjánsdóttir, 12.7.2011 kl. 04:33
Hvers vegna áætlanir AGS standast ekki gæti hugsanlega verið vegna þess að það er ekki verið að styðjast við raunverulega fjárhagsstöðu hvers lands fyrir sig í endurreisnar uppbyggingunni, heldur tilbúna exelútreikninga sem eru jafnvel búnir til með það í huga að knésetja endanlega...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.7.2011 kl. 07:33
Jóhanna, Össur og aðrir fylgjast mjog vel með gangi mála. Þegar Ítalia gekk inní evrusamstarfið var landið stórskuldugt. Það var vitað að fyrr eða síðar myndu vogunarsjóðir eða álíka sjóðir reyna að hagnast á erfiðri skuldasköðu. En Ítalía er stórt hagkerfi. Þar eru alþjóðleg fyrirtæki með aðsetur. Tískan á aðsetur í Ítalýu, bílar og svo framvegis. landið er of stór biti fyrir bandaríska vogunarsjóði. Sparnaðarhneigð Ítala er merkilega já. Stjórnmálin eru spillt og mikill munur á norður og suðurhluta. Gríska vandamálið er vandamál grikkja sjálfra. Stjórnmálin þar á ´síðasta áratug er lík valdaskeiði Davíðs hér. Við vitum hvernig það endaði. Grikkir komust inná evrusvæðið með fölsuðum þjóðhagsreikningum. En auðvitað eru öll þessi vandamál vandamál evrusvæðisins. Það gefur auga leið. Spánn er annað dæmi. Þar var ótrúleg uppsveifla sem fjármögnuð var með erlendu lánsfé(gáleysirleg útlán), verðbóla á fasteignamarkaði og algert hrun. Atvinnuleysi er skelfilegt en skuldir ekki ýkja miklar. En Það eru fleiri lönd í heiminum en Evrópulönd; Alríkisstjórnin í BNA glímir við mikill vanda. Einstök ríki í BNA ramba á barmi gjaldþrots. Til er listi yfir lönd sem talin eru í hættu að lenda í vanskilum. grikkland er þar í 1. sæti en ísland í 21. sæti. Fjölmörg lönd má finna þar á milli; venúsevela, pakistan, Argentina, Ukraína, Dubaí og libanon.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 09:28
Æi Hrafn, þér og ykkur ESB aftaníossum í þessu trúboði ykkar er eiginlega vorkunn !
"En þetta sem átti samt aldrei að geta skeð ef við bara hefðum verið í ESB og með EVRU"
Það er samt að ske og jafn vel enn verra en það á ESB/EVRU svæðinu og fer eins og eldur í sinu.
Hvar er nú allt efnahags og peningamála öryggið og hvað hét það ekki þrautavaraöryggið og allt hið fullkomna eftirlitsverk ESB apparatsins.
Það var bara allt saman ein tóm lygi og blekking ykkar í ESB trúboðinu.
Sem nú hefur rækilega og eftirminnilega verið afhjúpuð !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.7.2011 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.