ÞjóðlagaSTÓRhátíð á Siglufirði

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefur fest sig í sessi sem ein merkasta bæjarhátíð landsins, vegna fjölbreyttrar og góðrar dagskrár. Mikill fjöldi listamanna kemur fram á hátíðinni, bæði tónlistarfólk og dansarar og einnig eru haldin námskeið á ýmsum sviðum þjóðlegra fræða.

Ósanngjarnt væri að tilgreina einstök atriði, enda ekki á nokkurs manns færi að sjá og heyra allt sem fram fer á hátíðinni, svo miklu er úr að velja, en svo mikið er víst, að ekki eitt einasta atriði var bara miðlungs, þau voru öll stórkostleg, hvert á sínu sviði.

Aðstandendur og starfsfólk hátíðarinnar á mikinn heiður skilinn fyrir afbragðs góða hátíð, með glæsilegum dagskrárliðum sem fram fóru í skemmtilegu umhverfi Bátahússins, kirkjunnar og annarra gamalla og nýrra samkomustaða bæjarins.

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði er orðin að sannkallaðri STÓRHÁTÍÐ, þar sem fyrir gesti eru bornir sannkallaðir veisluréttir af glæsilegu hlaðborði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta er Siglfirðingum og öðrum sem að koma til stórsóma.

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.7.2011 kl. 14:14

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er frábær hátíð.

Sigurjón Þórðarson, 10.7.2011 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband