8.7.2011 | 16:13
Sparnaður hér, aukin útgjöld þar
Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, bendir á þá augljósu staðreynd, í pistli á vefsíðu spítalans, að gríðarlegur niðurskurður víða í heilbrigðiskerfinu bitnar á Landspítalanum að því leyti að innlögnum fjölgar þar og erfiðara er að koma sjúklingum út af sjúkrahúsinu aftur, t.d. til vistunar á hjúkrunarheimilum annað hvort til skamms eða langs tíma.
Björn bendir á, að vegna sumarlokana einstakra deilda á Landspítalanum sé ástandið enn erfiðara en ella og álag á starfsfólk meira en góðu hófi gegnir og þar að auki komi fyrir að nauðsynlegt sé að láta sjúklinga liggja á göngunum, fyrir og eftir aðgerðir.
Á vefnum segir Björn m.a: "Vonandi stendur þetta allt til bóta þegar líður á sumarið en úrlausnir eru ekki margar því að Landspítali er sá staður sem hefur alltaf opið og tekur við öllum hvenær sem er þegar aðrir hafa minnkað sína starfsemi eða lokað."
Þetta sýnir að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er kominn yfir sársaukamörk og lengra verður ekki gengið í þeim efnum. Um leið og efnahagslegar forsendur leyfa verður reyndar að auka framlög til heilbrigismála aftur og létta það aukna vinnuálag, sem starfsfólk Landspítala hefur þurft að taka á sig undanfarin misseri.
Ennfremur sannast enn og aftur á þessu, að niðurskurður og sparnaður á einum stað í ríkiskerfinu veldur einfaldlega auknum kostnaði og álagi annars staðar. Oft á tíðum bitnar bæði kostnaðurinn og álagið harðast á sjúklingunum sjálfum, sem auðvitað eru í lakastri stöðu til að taka slíkt á sig.
Samdráttur leiðir til aukins álags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Löngu kominn yfir sársaukamörk og tími til kominn að bætt verði úr. Allt landið, nánast, þarf að sækja á Landsspítalann eftir að samdrátturinn varð í heilbrigðisþjónustinni á landsbyggðinni.
Það er og vitað mál, að yfir sumarleyfismánuðina er fátt um lækna á þessari einu stofnun sem landsmenn geta sótt í. Nýútskrifaðir unglæknar ráða þar næstum alfarið ríkjum, sérfræðingar kallaðir inn í neyðartilvikum, og ekki vænn kostur að veikjast alvarlega um þessar mundir.
Þetta er svo sem ekkert verra , hvað unglæknana snertir, ( og ekki er ég að hallmæla þeim) en í Bandaríkjunum, þar sem sannað þykir að dausföllum fjölgar allverulega í júní og júlí þegar þeir eru að mestu leyti við völd..
Núna þegar unglæknar eiga að bera mestalla ábyrgð á mannslífum innan spítalans, og eru þeir þess utan yfirkeyrðir af vinnuálagi, sem virðist nánast ofurmannlegt að sinna, hvar eru þá sjúklingarnir staddir.
Það er kominn tími til að stokka ansi vel upp í heilbrigðismálunum. Að láta sér detta í hug að byggja hátæknisjúkrahús fyrir ónefnda milljarða á meðan læknar flýja land vegna lágra launa, og styrktarfélög ásamt einstaklingum þurfa oftast að koma að tækjakaupum, þegar endurnýja þarf þau, er þvílíkt rugl að það tekur ekki tárum.
Hvernig væri að búa það sem fyrir er nýjum tækjum, borga fólki almennileg laun, senda allt yfirkeyrða liðið í bólið og leyfa því að hvílast. Það myndi örugglega spara nokkur mannslíf, svo maður tali ekki um fjármuni.
Bergljót Gunnarsdóttir, 9.7.2011 kl. 03:07
margt satt og rétt - því miður
Sigrún Óskars, 9.7.2011 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.