Össur aðstoðarutanríkisráðherra Palestínu?

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, er á ferðalagi í Palestínu í þeim tilgangi að leysa ágreiningsmál Ísraela og Palestínumanna, en eins og fólki er kunnugt, hefur ekki ríkt sátt og samlyndi um alla hluti milli þeirra undanfarið, þ.e.a.s. aldrei.

Skemmst er að minnast heimsóknar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, til Ísrael á árinu 2007 en eftir þá heimsókn lýsti hún því yfir að sjálf myndi hún beita sér fyrir friðarsamkomulagi milli stríðandi fylkinga á svæðinu. Það gekk ekki alveg eftir og nú tekur Össur upp þráðinn að nýju, en að vísu flytur hann sinn friðarboðskap handan annarra landamæra en Ingibjörg Sólrún gerði og telur það sjálfsagt vænlegra til árangurs.

Össur og Al Maliki, utanríkisráðherra í heimastjórn Palestínu, eru búnir að undirrita samkomulag um samráð sín í milli og þó það komi ekki nógu skýrt fram í fréttinni, hlýtur það samkomulag að fjalla um saráð Al-Malikis við Össur um vandamál Palestínu, því ekki er heimilt að fela útlendingum stjórn utanríkismála Íslands.

Samkvæmt því verður ekki annað séð en að Össur sé orðinn aðstoðarutanríkisráðherra í heimastjórn Palestínu og verður þess þá sennilega ekki langt að bíða að lögð verði fram innlimunarbeiðni frá Palestínu í væntanlegt stórríki Evrópu.

Finnist einhverjum slíkt vera fráleitt getur Össur bent á það fordæmi að Ísrael hafi lengi verið þáttakandi í Eurovision.


mbl.is Samráð Íslendinga og Palestínumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað þykist þessi Össur vera?

Brynja S. (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 12:22

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Axel maður veit ekki hvaðan hann Össur er stundum að koma, hann segir að Íslensk Stjórnvöld muni styðja tilllögu um sjálfstæði Palestínumanna á sama tíma og hann og Ríkisstjórnin grafa undan Sjálfstæði sinnar eigin Þjóðar....

Þvílík sýndarmennska segi ég bara...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.7.2011 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband