Ráðherrar á ágætum launum

Íslenskir ráðherrar eru á svo góðum launum að núverandi ríkisstjórn hefur gefið það út, að enginn í landinu megi hafa hærri laun en forsætisráðherrann, enda sé Jóhanna Sigurðardóttir tákngerfingur alls þess besta, kraftmesta og menntaðasta, sem í þjóðinni búi.

Þessir ráherrar ná sínum háu launum án krafna um sérstaka menntun, reynslu eða annarra sýnilegra hæfileika, en t.d. sérfræðilæknar þurfa ára- og áratugalangt nám og störf til að komast í "ráðherralaunin", en samt sem áður hljóta allir að sjá að forsætisráðherra sem t.d. hefur sótt flugfreyjunámskeið, á að sjálfsögðu að vera launahæsti einstaklingur þjóðar sinnar.

Þessi launastefna ríkisstjórnarinnar hefur reyndar valdið því að nú er þriðji hver íslenskur læknir við störf erlendis, þar sem engum dettur í hug að miða laun þeirra við launagreiðslur til misviturra stjórnmálamanna og allt bendir til að landflótti lækna muni frekar færast í aukana á næstunni.

Reyndar hefur fólksflótti úr landinu verið mikill á síðustu tveim árum og fer vaxandi, þannig að reikna má með að flestir sjúklingar íslenskra lækna verði fluttir úr landi innan fárra ára, þannig að skortur á læknum verði enginn hérlendis í framtíðinni.

Íslenskir sjúklingar munu þá auðveldlega geta hitt lækna sína í sínu næsta nágrenni í erlendum borgum.


mbl.is „Læknar á ágætum launum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt hjá þér Axel. Það er þetta nefnilega með menntunina sem þessi ríkistjórn finnst einskis virði. Ég held ég geti fullyrt, án þessa að hafa kynnt mér það nákvæmlega, þá er engin af þessum ráðherrum með menntun til að valda sínu starfi. Kröfurnar um menntun í viðkomandi ráðherrastarf eru engvar. Er það von að illa fari.

Kveðja Sigurður

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 16:12

2 identicon

Það er gríðarlegur popúlismi í gangi til að auglýsa hve vondir læknar og flugmenn eru að vera á þessum launum. Þeir tóku sérstaklega fram að flugmaður sem hefur unnið í 25 ár getur verið með 1.7m á mánuði í tekjur. Það sem gleymist að nefna er atvinnuöryggið er lítið, icelandair voru að segja upp hvað ? 59 flugmönnum ?

Það sem gleymist er er kostnaður lækna og flugmanna við að mennta sig ég hugsa að líftekjur þessara manna séu og verði lægri en fólks með talsvert lægri tekjur.

afhverju í ósköpunum þarf að öfundast í öðrum yfir að hafa hærri tekjur ?

Ég er ofboðslega feginn að það er einhver með hærri tekjur en ég, þá hef ég möguleika á að hækka í tekjum :)

Það þarf bara að losna við þetta hatursfulla fólk úr stjórn landsins, því miður sé ég ekki hverjir gætu tekið við.

kv.

Emil

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 2.7.2011 kl. 20:03

3 Smámynd: kallpungur

Þessi ríkistjórn er hættuleg heilsu og fjárhag borgaranna, auk þess sem hún er ógn við lýðræði og frelsi í landinu. Ofan á þetta, ef það væri ekki nóg skelfing, stefnir hún í endalok fullveldis og sjálfstæðis með inngöngu í ESB sem er jú loftkastalasmíð feruleikafyrrtra elítupólitíkusa sem ekki hafa verið í jarðsambandi síðastliðin ár. þessi ummæli ráðherrans eru bara enn ein sönnun þess, að í stjórnaráðinu stíga menn ekki í vitið þessa dagana án þess að nota áttavita, kort og stigabíl frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Það mætti halda að veruleiki heimsmarkaðar fyrir vel menntað og hæft starfsfólk á sviði heilbrigðisþjónustu hafi ekki enn náð að inn í dimm og rykug heilabú ríksstjórnarinnar. Í þessu máli eins og öðrum, á vinnumarkaði gildir gamla engilsaxneska spakmælið: Money talks. Bullshit walks. Ef menn eru ekki tilbúnir að greiða laun á markaðsverði geta þeir étið það sem úti frýs. Ég er ekki persónulega bjartsýnn fyrir hönd landsmanna. Sú von að ljóstýra skynseminnar ná að kasta gæltu inn í myrkviði hinnar "hreinu og tæru" vinstristjórnar er hverfandi.

kallpungur, 3.7.2011 kl. 02:10

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Flugfreyja, urridakynlífsfraedingur og jardfraedingur. Stjórnendur landsins og kyndilberar "aflýdveldisvaedingar" Íslands. Er nema von ad sjúklingar séu meira ad segja farnir ad flytja úr landi? Rádherrar og reyndar meginthorri thingheims aettu ad vera á atvinnuleysisbótataxta midad vid frammistödu sína. Haefileikaleysi hefur aldrei verid betur borgad í pólitík en sídustu 10 ár á Íslandi. Fyrri stjórnir medtaldar, svo thad sé alveg á hreinu.

Halldór Egill Guðnason, 3.7.2011 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband