Ráðherrar VG tala tungum tveim

Boðuð fangelsisbygging kemst ekki í gang, frekar en margt annað hjá ríkisstjórninni, vegna þess að ekki næst samkomulag milli tveggja ráðherra VG um hvernig skuli að málinu staðið.Steingrímur J., fjármálaráðherra, er svo ekki einu sinni sammála sjálfum sér varðandi stöðu ríkissjóðs, því stundum heldur hann því fram að kraftaverk hafi verið unnið í ríkisfjármálunum og staða ríkissjóðs góð eftir því, t.d. sagði hann ekkert mál fyrir ríkissjóð að taka á sig tug- eða hundruðmilljarða greiðslu vegna Icesave, en nú segir hann að ríkissjóður sé svo blankur, að tveir milljarðar í fangelsisbyggingu myndi setja fjármál ríkissins algerlega á hvolf.

Sem svar við fyrirspurn í þinginu sagði Steingrímur J. m.a:  "Þetta er framkvæmd upp á um tvo milljarða króna. Og háttvirtur þingmaður [Gunnar Bragi] veit alveg hvað það þýðir ef við förum að taka það inn á fjárlög á þessum erfiðu árum. Þess vegna hefur það verið skoðað hvort hægt væri að fara aðrar leiðir í þeim efnum."

Í Maí sagði Ögmundur Jónasson, Innanríkisráðherra og flokksbróðir Steingríms J  "Frá okkar hálfu er þetta aðeins spurning um að fá grænt ljós á málið [frá fjármálaráðuneytinu]."  Varla er mikil von til þess að mál gangi vel hjá ríkisstjórninni, þegar samflokksmenn í ráðherraembættum geta ekki náð sátt sín í milli um hvernig staðið skuli að framkvæmdum og hvað þá að hægt sé að reikna með samstöðu milli stjórnarflokkanna tveggja eða ráðherranna almennt.

Kjarasamningar eru að komast í uppnám vegna aðgerða og aðgerðaleysis ríkisstjórnarinnar.  Það er sagan endalausa um þessa ríkisstjórn. 


mbl.is Fangelsismál föst í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband