Skattahækkanabrjálæðið í hnotskurn

Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur marg bent á skattahækkanabrjálæðið sem yfir bifreiðaeigendur, sem auðvitað eru flestir fullorðnir Íslendingar, hefur dunið undanfarin tvö ár og forsvarsmenn félagsins ítrekað farið fram á að einhverjar þessara hækkana verði dregnar til baka.

Steingrímur J. hefur svarað þeirri beiðni með útúrsnúningum og t.d. sagt að hann ráði ekki heimsmarkaðsverði á olíu og ekkert muni um nokkurra krónu lækkun olíu- og bensínskatta vegna hins háa innkaupsverð. Ríkissjóður hirðir nú um 115-120 krónur í skatta af hverjum bensínlítra, en ekki er langt síðan útsöluverðið á hverjum lítra fór upp fyrir 100 krónur á lítrann. Þá voru skattarnir u.þ.b. 40 krónur á líterinn, þannig að skattahækkunin í krónum talið er langt á annað hundrað prósentið síðan þar var.  Þó skattarnir væru lækkaðir um allt að 50 krónum á hvern líter, væru skatttekjur ríkissjóðs samt sem áður umtalsvert meiri en þær voru fyrir t.d. tveim árum.

Skattabrjálæðið lýsir sér vel í eftirfarandi tölfræði frá Vegagerðinni: "Gífurlegur samdráttur er í umferð á þjóðveginum á Hellisheiði milli ára. Þetta kemur fram í nýjum tölum Vegagerðarinnar en samkvæmt þeim fóru 22% færri bílar um veginn í maí en í sama mánuði í fyrra.Sé litið á þróunina eftir landshlutum kemur í ljós að samdrátturinn milli mánaða er mestur á Suðurlandi eða 19,9%, 15,1% á Vesturlandi, 13,4% á Norðurlandi, 12,7% á Austurlandi og 4,5% á höfuðborgarsvæðinu."  

Samkvæmt spá Vegagerðarinnar verður metsamdráttur í umferðinni á þessu ári og auðvitað er skýringin engin önnur en skattahækkanabrjálæðið og sá minnkandi kaupmáttur sem því fylgir.

Ofan á þetta bætist svo allt annað brjálæði í skattheimtu sem yfir landslýð hefur dunið á undanförnum tveim árum og boðað er áframhaldandi, með tilheyrandi áhrifum á kaupmátt almennings og koðnun atvinnulífsins, sem aftur speglast í litlum sem engum efnahagsbata og framlengingu kreppunnar. 


mbl.is Gífurlegur samdráttur í umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það sem þú skrifar hér að ofan er staðreynd. Spurningin er: hvernig er hægt að koma þessu staðreyndum til yfirvalda þannig að þau skilji þetta? Steingrímur er þverari en andskotinn og Jóhanna gerir ekkert nema með blessun Steingríms.

Sumarliði Einar Daðason, 2.6.2011 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband