Alger örvænging Jóhönnu vegna ESB

Sá fáheyrði atburður gerðist á að öðru leyti gamansömum flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar, að formaður flokksins boðaði niðurlagningu flokksins í örvæntingu sinni vegna þess að þjóðin vill alls ekki gera Ísland að útnárahreppi í væntanlegu stórríki Evrópu.

Innan um brandara Hrannars, handritshöfundar uppistands Jóhönnu, um atvinnu- og efnahagsmálin, flutti hún þennan boðskap til þeirra fáu hugsanlegu fullveldisafsalsmenn sem gætu fyrirfundist í öðrum flokkum:   "Samfylkingin á að standa öllum þessum hópum opin og við eigum að vera reiðubúin að ganga til móts við þá sem vilja stíga skrefið til fulls og leggja þessum mikilvægu málefnum lið í samstarfi við okkur. Breytt skipulag, nýtt nafn, ný forysta eða annað á ekki að standa í vegi fyrir því að þessi mikilvægu málefni fái kröftugan framgang og jafnaðarmenn í öllum flokkum geti sameinast á öflugum flokksvettvangi. Í þessum efnum má ekki standa á okkur í Samfylkingunni."

Líklega á ekki að taka þetta alvarlega, frekar en ummæli Hrannars/Jóhönnu um lok kreppunnar og efnahagsuppbygginguna, en eftir sem áður lýsir þetta algerri örvæntingu Samfylkingarinnar vegna þess að fyrirséð er að aðild að væntanlegu stórríki mun verða felld með afgerandi hætti í þjóðaratkvæðagreiðlu.

Hugmyndin um að leggja Samfylkinguna niður sem slíka, er hins vegar alls ekki svo vitlaus, þegar allt kemur til alls. 


mbl.is „Lyktar af örvætningu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála því að leggja þennan flokk niður það er stórt skerf í átt að lýðræðisumbótum.

Sigurður Haraldsson, 29.5.2011 kl. 20:14

2 identicon

Samspillingin er að líða undir lok sem betur fer

Örn Ægir (IP-tala skráð) 29.5.2011 kl. 20:49

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hef orðið blesunarlega vör við að fólk hafnar í ríkari mæli inngöngu í ESB. Fólk sem áður var meðmælt og fylgdi Samfó.

Helga Kristjánsdóttir, 29.5.2011 kl. 22:42

4 identicon

Samfylkingin = hópur af vitleysingum.. sem ætla að selja ísland eins og gamla hóru, það er það sem ég sé í samfylkingunni. Bara sorry, þetta eru vitleysingar.

doctore (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 10:06

5 Smámynd: Sandy

Nei Nei ekki alveg, það væru mikil mistök, alltaf finnst mér best sópa saman á einn stað en að hafa allt út um allt. Maður veit þá hvar þau eru.

Sandy, 30.5.2011 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband