Ráðherrar ráðleggja björgunarsveitunum

Til allrar hamingju fyrir íbúa hamfarasvæðanna vegna eldgossins eru ráðherrarnir Jóhanna Sigurðardóttir og Ögmundur Jónasson komnir austur til að ráðleggja björgunarsveitum og öðrum skipuleggjendum og starfsfólki hjálparstarfs um hvernig að haga beri aðgerðum á svæðunum.

Í fréttinni kemur fram m.a: "Ráðherrarnir munu í dag kynna sér aðstæður á hamfarasvæðinu og m.a. funda með vettvangsstjórn aðgerða á Kirkjubæjarklaustri."  Vonandi verður þessi fundur með ráðherrunum gagnlegur fyrir vettvangsstjórnina og hún læri eitthvað um hvernig aðstoðar- og björgunarstörfum skuli hagað við þær erfiðu aðstæður sem við er að glíma á hamfarasvæðinu.

Þó ljótt sé að hafa svona mál í flimtingum verður þó að meta ráðherrunum það til tekna, að strax fór að draga úr gosinu eftir að þeir mættu á svæðið.

Vonandi lofa þeir þó ekki íbúunum að ríkisstjórnin muni "slá skjaldborg" um heimili þeirra og bújarðir, því reynsla landans af slíkum loforðum er vægast sagt hræðileg.

Hugur landsmanna allra er hjá fórnarlömbum hamfaranna og vonir um að þessum hörmungum fari senn að linna.  

Er þar að sjálfsögðu átt við eldgosið en ekki ráðherraheimsóknina. 


mbl.is Ráðherrar kynna sér aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Axel. Er nema von að maður missi sig í háðið, þegar dýraverndunar-flokkur Jóhönnu Sigurðardóttur fattar ekki einu sinni hvernig verði að bjarga dýrum frá illri líðan á hamfara-tímum.

Svo mikið sem ESB-sinna eineltið og bændahatrið hefur verið, vegna "illrar" meðferðar bænda á dýrum, sem er bara ein ESB-gróusagan í viðbót við allan annan tilhæfulausan áróður.

Ég finn til með bæði skepnum og mönnum í þessum hamfara-erfiðleikum, og vona að þeir fái alla þá hjálp sem möguleg er, til að bjarga skepnunum. Og tekið verði tillit til að bændur eru hvíldarþurfi eftir sauðburðarálag, þótt ekkert hefði verið eldgosið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.5.2011 kl. 13:27

2 Smámynd: Snorri Hansson

Nú er það sannað mál. Það koðnar allt niður sem þau koma nálægt.

Snorri Hansson, 25.5.2011 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband