7.5.2011 | 12:22
Ríkisstjórnin og AGS hafa logið að þjóðinni um framtíðarhorfurnar
Viðskiptaráð birtir á vef sínum umsögn um spá AGS um efnahagshorfur hér á landi til ársins 2016 og er það ófagur lestur og reyndar er spá AGS ekki í neinum takti við það sem fulltrúar sjóðsins og ríkisstjórnin hafa áður kynnt fyrir landsmönnum.
M.a. segir Viðskiptaráð: Litlu breytir ef horft er til endurreisnaráranna, þ.e. 2010 til 2013 þá fæst sama niðurstaða eða níunda neðsta sæti. Ef menn vilja teygja sig enn frekar og horfa til 2011 til 2016 þegar öll áhrif og eftirköst kreppunnar ættu að vera komin fram þá er hagvöxtur enn afar veikur og er Ísland þá í 144 sæti af 183 löndum. Hvernig sem horft er á þessar tölur þá er ljóst að batinn er langt frá því að vera viðundandi."
Þetta er skelfileg spá og það er nánast algerlega í höndum ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að hún rætist ekki. Stjórnin verður að snúa af þeirri braut að berjast með kjafti og klóm gegn hvers kyns atvinnuuppbyggingu í landinu, sérstaklega stóriðju, enda mun ekkert koma landinu út úr kreppunni annað en meiri atvinna og aukin verðmætasköpun.
Til þess að koma atvinnuleysinu niður í "eðlilegt" horf þarf hagvöxtur að verða 4-5% árlega næstu árin og það gerist ekki nema með mikilli erlendri fjárfestingu og trú íslenskra fyrirtækja á viðunandi rekstrargrundvöll.
Ríkisstjórninni ber að skapa grundvöllinn fyrir atvinnulífið að starfa á. Verði hann í lagi mun uppbyggingin hefjast og annars ekki.
Horfur einna dekkstar á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur ekki kjark, vit né vilja til að gera þá hluti sem þarf að gera. Hún er óhæf!
Það má með sanni segja að ástandið í landinu væri betra þó engin stjórn hefði verið síðustu tvö ár. Þá hefðu verkefni ekki markvisst verið stöðvuð af, eins og t.d. á Suðurnesjum.
Það er virkilega orðið umhugsunarefni hvort þetta sé með ráðum gert hjá stjórnvöldum, að koma hér á svo mikilli fátækt og hörmungum yfir landið að þegar kosið skal um ESB aðlögun hlaupi allir til og samþykki, það verði hvort eð er engu að tapa lengur! Það er öllu trúandi upp á þetta óhæfufólk sem þykist vera að stjórna landinu!!
Gunnar Heiðarsson, 7.5.2011 kl. 14:02
Verkefni verið markvisst stöðvuð á Suðurnesjum? Hvaða verkefni hefur ríkisstjórnin stöðvað þar? Flutning Landhelgisgæslu sem ekki var til fé fyrir? Álver í Helguvík sem ekki er til orka fyrir? Landsvirkjun hefur ekki getað ráðist í framkvæmdir því að fyrirtækið fær ekki lán. Það er eins og sumir gleymi því að núverandi ríkisstjórn tók við skelfilegu búi eftir 18 ára stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins og það mun taka þjóðina ár ef ekki áratugi að byggja upp traust eftir þær hörmungar.
Pétur (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 14:49
Pétur, er herfilegt bú nærri skuldlaus ríkissjóður?
Síðast þegar ég athugaði þá varð bankahrun hér, úr hvaða flokki kom ráðherran sem átti að fylgjast með Bankonum? Og var Síðasti Íslendingurinn sem vissi her staða bankanna var?
Brynjar Þór Guðmundsson, 7.5.2011 kl. 15:45
Það er ekkert að marka AGS. Það ætti öllum að vera ljóst. Það þarf samstöðu þjóðarinnar til að senda það krimma-félag sem AGS er burt, ásamt innlendum krimma-félögum, og fara að veiða fiskinn okkar.
Við getum skipt mörgum sinnum um stjórn án þess að nokkuð breytist hér, ef þjóðin stendur ekki saman í að bola öllu svikaliði burtu, bæði innlendu og erlendu.
Svo finnst mér fólk vísvitandi loka augunum fyrir því að auknar fiskveiðar sem væru aðgengilegar fyrir alla sem vilja, myndi skapa atvinnu? Það virðist hafa þurrkast út úr sögunni, að Suðurnesin voru lengst af mikið fiskveiði og útgerðarsvæði? Fólk utan af landi fór á sjó á Suðurnesin! Svo kom svikamylla útgerðar-sérhagsmuna-aðila og eignaði sér þessa lífsbjörg með þeim afleiðingum að öll útgerð er á hvínandi kúpunni og almenningur sem ekki fær að nýta sér fiskveiðar, á að borga skuldir útgerðarinnar? Það er ekki hægt að færa rök fyrir að svona sé löglegt!
Þeir sem eru eitthvað að spila/svindla með einkahagsmuni á bak við tjöldin með fiskveiði-lausnina, eru fyrst og fremst þeir sem eru að skaða almenning á Suðurnesjum og víðar á þessari eyju! Þannig vinnubrögð fella að lokum þá sjálfa sem þannig vinna!
Það finnast ekki nokkur rök fyrir að neita fólki um að fiska sér lífsbjörg, þegar allt er vaðandi í fiski, meir að segja er almættið búið að senda meiri fisk hingað en áður hefur fengist? Og þó skal ekki leyfa fólki að bjarga sér? Þetta er óskiljanleg frekja fárra manna SVIKA-ÞRÝSTIHÓPS! Nú höfum við hreinlega ekki leyfi til að láta þessi sérhagsmuna-klíkuöfl tortíma hér öllu lífi, til að bjarga klíkum og ræningja-svikurum! Það verður að halda fundi í hverju sjávarplássi og skipuleggja sjósókn.
Minni á að Ásmundur nokkur frá Sandgerði (minnir mig) fór út að fiska gegn klíkunni og lifði það ekki að sjá ákæru! Enda ekki hægt að ákæra fólk gegn niðurstöðu mannréttinda-dómsstóls Sameinuðu Þjóðanna! Það er nefnilega ekki hægt að ákæra fólk fyrir sjálfsbjargar-viðleitni til að nýta sína eign, þegar allt er að drepast vegna óráðs-stjórnar AGS og sérhagsmuna-þjófaliðs hér á landi!!! Sjálfsvörn myndi það kallast að bjarga sér frá neyð og dauðlegu heilsuleysi!
Matur er mannsins megin, og án matar og atvinnu er vísvitandi verið að tortíma almenningi á Íslandi!!!
Hver vill bera ábyrgð á að banna fólki að bjarga sér frá örbirgð og dauða, og á hvaða forsendum? Hvar er siðferði og samviska þeirra sem vill banna sjálfsbjargarviðleitni til að lifa af???
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.5.2011 kl. 10:08
Þetta er sorgleg lesning Axel og mann setur hljóðan. Það er greinlilegt að við þurfum að stokka hressilega upp, og skapa nýja atvinnuvegi. Því lengra sem líður verður fólkið í landinu líka vonlausara, en án vonar, deyr viljinn smámsaman og allt hjakkar í sama farinu, engum til góðs, hvorki ríkisstjórn þjóðinni né ASG.
En að bjarga efnahag landsins með því að selja það undir stóriðju finnst mér nánast eins og þjóðarmorð, eða eigum við að segja að farga landinu okkar hreina fyrir peninga.
Þá held ég að margir vildu heldur herða sultarólina en að tapa sjálfsvirðingu sinni, því án hennar þrífst aldrei mannlíf á neinu almennilegu plani.
Bergljót Gunnarsdóttir, 8.5.2011 kl. 22:50
Hvernig væri að auka vinnu með því að hætta að selja óunnin Fisk og Kjöt til Erlendra ríkja. Hvers vegna erum við að skapa atvinnu hjá þessum ríkjum ?Svo standa menn á torgum og vilja selja Land okkar til ESB Landana.þessi Ríkistjórn horfir meir til ESB aðildar og fórna Sjálfstæði okkar en að skapa atvinnu Fólkinu til handa. Ég segi nú eins og Jón Prímus....ég held að nú verði að fara að biðja Guð að hjálpa okkur..
Vilhjálmur Stefánsson, 8.5.2011 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.