Til hamingju Cal Worthington

Cal Worhington, ellilífeyrisþega, er hér með óskað til hamingju með sína ungu og fallegu eiginkonu, Önnu Mjöll, söngkonu, sem honum tókst að heilla svo hraustlega upp úr skónum að ástin, sem blossaði upp í kjölfarið, endaði með hjónabandi í síðasta mánuði.

Karlinn verður að teljast heppinn með kvonfangið, því eldriborgarar eiga oft erfitt með svefn og nú getur hann sofnað sæll og glaður við undurfagran söng eiginkonunnar.

Ekki er að efa að nú sofnar hann fyrr á kvöldin en áður, þar sem nú þreytist hann fyrr en ella, enda áreiðanlega spilað á spil á heimilinu fram undir kvöldmat og þá er aldeilis notalegt að hafa einkasöngvara til að syngja sig inn í draumalandið.

Sem betur fer þarf Anna samt ekki að sjá alfarið fyrir eiginmanni sínum, þar sem honum mun hafa tekist að leggja sæmilega fjárhæð fyrir til elliáranna og á a.m.k. nóg fyrir jarðarförinni, sem illu heilli gæti verið skammt undan.

Vonandi endist þetta fallega hjónaband sem allra lengst, en það byggist þó alfarið á heilsu ellismellsins.


mbl.is Anna Mjöll giftist forríkum bílasala 9. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Æ-æ. Ósköp minnir þetta eitthvað óþægilega á aðra Önnu. Hún hét Anna Nicole Smith og henni entist ekki ævin til að njóta auðæfa síns aldraða eiginmanns. Enda voru margir hákarlar að berjast um bráðina (þ.e.a.s. arfinn). Vonum að okkar Önnu farnist betur en hinni.

Magnús Óskar Ingvarsson, 5.5.2011 kl. 21:49

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þvílíkt kjaftæði og fáránleiki!

Sigurður Haraldsson, 6.5.2011 kl. 01:43

3 identicon

Líf þessara konu er enginn skrípaleikur frekar en þitt. Og það kemur þér ekkert við hvort hún giftist gömlum manni, sem reyndar er alveg sérlega unglegur og hress, frekar en afhverju vinnufélagi þinn giftist feitu konunni sem þú myndir aldrei virða viðlits eða frændi þinn rauðhærðu renglunni sem þú sérð ekkert varið í. Þetta kemur þér ekki við. Ástin spyr ekki um aldur og ástarmál hvers manns eru hans einkamál.

Jón (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband